Viðskipti innlent

Ebay og Paypal stefna Google

Ebay,
Ebay,
Uppboðssíðan ebay og greiðslusíðan Paypal hafa stefnt Google og tveimur starfsmönnum fyrirtækisins fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum sem varða greiðslukerfi í gegnum farsíma.

Um er að ræða nýja hugmynd sem ebay og Paypal hafa verið að þróa undanfarin ár, en starfsmennirnir störfuðu hjá fyrirtækinu áður en þeir fóru yfir til Google. Farsímatækninni er lýst sem stafrænu veski framtíðarinnar og er sögð gjörbylta greiðslukerfum á netinu.

Hugmyndin er sögð þúsund billjarða dollara virði samkvæmt Reuters fréttastofunni sem greinir frá málinu. Engin fjárhæð er tilgreind í stefnu ebay og Paypal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×