Viðskipti innlent

Hirða hærri vexti af bílalánum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er mismunandi hversu miklir vextir eru reiknaðir af bílalánunum. Mynd/ Vilhelm.
Það er mismunandi hversu miklir vextir eru reiknaðir af bílalánunum. Mynd/ Vilhelm. vísir/vilhelm
Landsbankinn, Íslandsbanki, Arion banki, Byr og Drómi reikna öll húsnæðislán með sama hætti. Drómi og Avant reikna bílalán sömuleiðis með sömu aðferð. SP-fjármögnun, Lýsing og Íslandsbanki reikna bílalán hins vegar með öðrum hætti sem gefa nokkuð hærri eftirstöðvar. Þetta kemur fram í greinargerð sem Raunvísindastofnun gerði fyrir Umboðsmann Skuldara.

Munurinn er sá að flest fjármálafyrirtækin leggja vaxtavexti við höfuðstól einu sinni á ári. SP-fjármögnun, Lýsing og Íslandsbanki leggja hins vegar vaxtavexti við höfuðstól bílalána við hvern áfallinn gjalddaga. Mismunurinn á þessum aðferðum virðist geta numið nokkrum prósentum af eftirstöðvum. Ef bílalánið var tekið fyrir 5-6 árum er munurinn líklega á bilinu 3-5% af upprunalegum höfuðstól. Af 3 milljón króna bílaláni gæti munað 100-150 þúsund krónum. Ef lánið var tekið síðar er munurinn minni en ef lánið var tekið fyrr er munurinn meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×