Handbolti

Lærisveinn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen missir af HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Cupic fagnar hér marki á móti Íslandi á síðasta EM.
Ivan Cupic fagnar hér marki á móti Íslandi á síðasta EM. Mynd/DIENER
Króatinn Ivan Cupic hjá Rhein-Neckar Löwen hafði ekki heppnina með sér í síðasta leik þýska liðsins fyrir HM-hlé. Cupic meiddist illa á öxl í tapleik á móti Göppingen og mun missa af HM í Handbolta í Svíþjóð.

Ivan Cupic er öflugur 24 ára hægri hornamaður sem er á sínu fyrsta tímabili með Rhein-Neckar Löwen. Hann lék áður í tvö tímabili með slóvenska liðinu RK Velenje.

Króatar eiga þó annan öflugan mann í hægri horninu en það er Vedran Zrnic sem leikur með VfL Gummersbach. Í stað Cupic fær ungur strákur, Jerko Matulic, tækifærið.

Slavko Goluza, þjálfari Króata hefur þegar tilkynnt sextán manna HM-hóp sinn en Króatar eru með Danmörku, Serbíu, Rúmeníu, Alsír og Ástralíu í riðli á Hm í Svíþjóð og fyrsti leikurinn er á móti Rúmenum.

HM-hópur Króata:

Markverðir: Mirko Alilovic, Marin Sego og Ivan Pesic

Vinstri hornamenn: Manuel Strlek og Ivan Nincevic



Hægri hornamenn:
Vedran Zrnic og Jerko Matulic

Línumenn: Igor Vori, Zeljko Musa og Renato Sulic

Útispilarar: Ivano Balic, Jakov Gojun, Marko Kopljar, Tonèi Valcic, Blazenko Lackovic, Denis Buntic, Domagoj Duvnjak, Luka Stepanvic og Drago Vukovic.

Til vara: Marino Maric, Mate Šunjic og Franjo Lelic..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×