Viðskipti innlent

Seldu ríkisvíxla fyrir 19 milljarða

Rífandi gangur var í ríkisvíxlaútboði dagsins hjá Lánamálum ríkisins. Samtals seldust víxlar í tveimur flokkum fyrir 19 milljarða kr. Vextir í báðum flokkunum voru undir 3%.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð buðust bjóðendum á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið. Vaxtaprósenta er reiknuð út miðað við flata vexti og dagar taldir sem raundagar miðað við 360 daga ár (Actual/360).

Helstu niðurstöður útboðsins eru þessar:

RIKV 11 1017:

Alls bárust 22 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 13.862 milljónum kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 12.862 milljónum kr. að nafnverði á verðinu 99,225 (flatir vextir 2,99%).

RIKV 12 0116:

Alls bárust 17 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 6.5 milljarðar kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 6 milljarða kr. að nafnverði á verðinu 98,582 (flatir vextir 2,80%).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×