Stóru bankarnir ósammála Samkeppniseftirlitinu 13. júlí 2011 15:02 Stóru bankarnir þrír Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru ósammála Samkeppniseftirlitnu um skaðsemi þess að bankar á landinu sameinist. Samkeppniseftirlitið telur brýnt að fara að huga að þessu máli og telur að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir: „Samkeppniseftirlitið gaf út umræðuskjal um samkeppni á bankamarkaði í apríl sl. Markmiðið var að hvetja fjármálafyrirtæki og stjórnvöld til að gefa samkeppnismálum gaum við stefnumótun um fjármálamarkaðinn og kynna sjónarmið sín um samruna banka. Meðal helstu niðurstaðna umræðuskjalsins var að samþjöppun á bankamarkaði hefði aukist verulega frá hruni, aðgangshindranir væru miklar og erfitt væri fyrir neytendur að skipta um banka. Þá taldi Samkeppniseftirlitið að bankakerfið væri of dýrt miðað við núverandi umfang og hagræðing því nauðsynleg. Samkeppniseftirlitið taldi hins vegar að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka, a.m.k. í þeim tilvikum þar sem einn eða fleiri stóru bankanna væri aðili að slíkum samruna. Í því efni benti Samkeppniseftirlitið á að stærðarhagkvæmni væri sýnd veiði en ekki gefin. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir sjónarmiðum fjármálafyrirtækja og hagsmunaðila fyrir 31. maí 2011. Stofnuninni bárust sjónarmið frá átta aðilum; bönkum, samtökum og einstaklingum. Athygli vekur að engar umsagnir bárust frá stofnunum í stjórnsýslunni sem koma að málefnum fjármálamarkaðar. Ítarlegustu athugasemdirnar bárust frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Bankarnir eru í meginatriðum ósammála greiningu Samkeppniseftirlitsins þó áherslur bankanna í svörum sínum séu mismunandi. Bent er á að umræðuskjalið einblíni um of á hugsanleg neikvæð áhrif samruna og breytingar á markaðnum. Ekki sé rétt ályktað hjá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknir bendi til neikvæðra áhrifa samruna á hagræðingu. Samruni fjármálafyrirtækja sé besta leiðin til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri en ljóst sé að núverandi kerfi beri ekki marga banka. Þá er bent á að áherslan ætti að vera að styrkja ferli virkrar samkeppni í þágu neytenda í stað þess að horfa eingöngu til þess að vernda tilvist keppinauta sem eru til staðar á markaðnum. Samkeppniseftirlitið hefur haldið fund með umsagnaraðilum þar sem eftirlitið rakti sjónarmið sín og umsagnaraðila. Samkeppniseftirlitið endurtekur brýningu sína til stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að huga nú þegar að samkeppnismálum við framtíðarstefnumótun á fjármálamarkaði. Það er m.a. brýnt vegna þess að um þessar mundir liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um framtíð sparisjóðakerfisins, sala á Byr hf. stendur fyrir dyrum og óvissa ríkir um framtíð Teris sem séð hefur mörgum sparisjóðum og minni fjármálafyrirtækjum fyrir upplýsingatækniþjónustu.“ Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Stóru bankarnir þrír Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru ósammála Samkeppniseftirlitnu um skaðsemi þess að bankar á landinu sameinist. Samkeppniseftirlitið telur brýnt að fara að huga að þessu máli og telur að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir: „Samkeppniseftirlitið gaf út umræðuskjal um samkeppni á bankamarkaði í apríl sl. Markmiðið var að hvetja fjármálafyrirtæki og stjórnvöld til að gefa samkeppnismálum gaum við stefnumótun um fjármálamarkaðinn og kynna sjónarmið sín um samruna banka. Meðal helstu niðurstaðna umræðuskjalsins var að samþjöppun á bankamarkaði hefði aukist verulega frá hruni, aðgangshindranir væru miklar og erfitt væri fyrir neytendur að skipta um banka. Þá taldi Samkeppniseftirlitið að bankakerfið væri of dýrt miðað við núverandi umfang og hagræðing því nauðsynleg. Samkeppniseftirlitið taldi hins vegar að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka, a.m.k. í þeim tilvikum þar sem einn eða fleiri stóru bankanna væri aðili að slíkum samruna. Í því efni benti Samkeppniseftirlitið á að stærðarhagkvæmni væri sýnd veiði en ekki gefin. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir sjónarmiðum fjármálafyrirtækja og hagsmunaðila fyrir 31. maí 2011. Stofnuninni bárust sjónarmið frá átta aðilum; bönkum, samtökum og einstaklingum. Athygli vekur að engar umsagnir bárust frá stofnunum í stjórnsýslunni sem koma að málefnum fjármálamarkaðar. Ítarlegustu athugasemdirnar bárust frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Bankarnir eru í meginatriðum ósammála greiningu Samkeppniseftirlitsins þó áherslur bankanna í svörum sínum séu mismunandi. Bent er á að umræðuskjalið einblíni um of á hugsanleg neikvæð áhrif samruna og breytingar á markaðnum. Ekki sé rétt ályktað hjá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknir bendi til neikvæðra áhrifa samruna á hagræðingu. Samruni fjármálafyrirtækja sé besta leiðin til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri en ljóst sé að núverandi kerfi beri ekki marga banka. Þá er bent á að áherslan ætti að vera að styrkja ferli virkrar samkeppni í þágu neytenda í stað þess að horfa eingöngu til þess að vernda tilvist keppinauta sem eru til staðar á markaðnum. Samkeppniseftirlitið hefur haldið fund með umsagnaraðilum þar sem eftirlitið rakti sjónarmið sín og umsagnaraðila. Samkeppniseftirlitið endurtekur brýningu sína til stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að huga nú þegar að samkeppnismálum við framtíðarstefnumótun á fjármálamarkaði. Það er m.a. brýnt vegna þess að um þessar mundir liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um framtíð sparisjóðakerfisins, sala á Byr hf. stendur fyrir dyrum og óvissa ríkir um framtíð Teris sem séð hefur mörgum sparisjóðum og minni fjármálafyrirtækjum fyrir upplýsingatækniþjónustu.“
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira