Viðskipti innlent

Forstjóraskipti ekki áformuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnur er forstjóri Haga.
Finnur er forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, á von á því að hann verði áfram forstjóri fyrirtækisins eftir að 34% kjölfesturhlutur í fyrirtækinu var seldur fyrir helgi.

„Það er ekkert fyrirhugað annað," segir Finnur í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann verði áfram hjá fyrirtækinu. Hann bendir þó á að salan þurfi að fara til umsagnar hjá Samkeppniseftirlitinu og nýir eigendur séu ekki komnir að félaginu ennþá. Hann eigi eftir að fara yfir stöðuna með nýju eigendunum.

Það var eignarhaldsfélagið Búvellir sem keypti kjölfestuhltuinn í Högum fyrir helgi. Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf, tveir sjóðir í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, og fjölmargir lífeyrissjóðir. Finnur segir að sér lítist vel á söluna. „Þetta er náttúrlega breiður hópur og margir sem komu að þessu," segir Finnur.

Stefnt er að því að 64% hlutur sem Arion banki á eftir í Högum verði skráður á markað í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×