Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið setur skilyrði vegna Bláfugls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkeppniseftirlitið setur skilyrði vegna yfirráða bankanna á Bláfugli. Mynd/ Vilhelm.
Samkeppniseftirlitið setur skilyrði vegna yfirráða bankanna á Bláfugli. Mynd/ Vilhelm.
Samkeppniseftirlitið hefur sett yfirráðum Íslandsbanka og Glitnis yfir Bláfugli skilyrði. Bláfugl er fraktflugfélag sem verið hefur undir yfirráðum Icelandair Group. Félagið verður nú undir yfirráðum eignarhaldsfélagsins SPW sem Íslandsbanki og Glitnir hafa stofnað sameiginlega.

Þau skilyrði sem Samkeppniseftirlitið hefur sett yfirtöku Íslandsbanka og Glitnis á Bláfugli miða að því að flýta sölu fyrirtækisins og draga að öðru leyti úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi banka á fyrirtækinu. Hafa Íslandsbanki og Glitnir undiritað sátt um málið og fallist á að hlíta skilyrðunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×