Handbolti

Þjóðverjar lögðu Argentínu í tvíframlengdum leik

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Heiner Brand þjálfari Þjóðverja.
Heiner Brand þjálfari Þjóðverja. AFP

Þjóðverjar luku keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag með því að leika gegn Argentínu um 11. sætið. Þjóðverjar höfðu betur í miklum markaleik og úrslitin réðust að lokinni annarri framlengingu, 40-35.

Staðan var 13-12 fyrir Þýskaland í hálfleik og 27-27 að loknum venjulegum leiktíma. Enn var jafnt, 31-31, eftir fyrri framlenginguna og Þjóðverjar sigldu framúr í þeirri síðari. Ótrúleg úrslit ef litið er á sögu þessara liða en Þjóðverjar fögnuðu heimsmeistaratitlinum árið 2007 en Argentínumenn hafa komið allra liða mesta á óvart á þessu heimsmeistaramóti.

Uwe Gensheimer skoraði 9 mörk fyrir Þjóðverja líkt og Holger Glandorf. Johannes Bitter varði alls 22 skot en hann fékk alls 57 skot á sig á 80 mínútum. Diego Simonet skoraði 7 mörk fyrir Argentínu Federico Fernandez skoraði 6. Matias Schulz varði alls 18 skot af alls 58 sem hann fékk á sig á 80 mínútum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×