Ágúst: Ekki í vafa um að ég setti nýtt hótelmet í tröppuhlaupi Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 9. desember 2011 06:00 Búnir á því. Ágúst og Gústaf Adolf hér vel þreyttir eftir tröppuhlaupið. fréttablaðið/pjetur Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti. Ágúst og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, sátu saman á kaffihúsi í Santos í gær og ræddu um handbolta. „Ágúst er að kenna mér hvernig við vinnum Svartfjallaland og hann fær allar upplýsingar um Kína frá mér,“ sagði Þórir og brosti en Noregur vann Kína með 27 marka mun. „Við þurfum að halda okkar striki í varnarleiknum og leika fast gegn þeim. Það verða einhverjar áherslubreytingar í vörn og sókn, ekki miklar. Það er mikilvægast að byrja vel, Kína hefur að engu að keppa og ef þær lenda undir þá hefur þeim gengið illa að koma til baka á þessu móti,“ segir Ágúst. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að halda ró okkar hvað sem kemur upp á. Í liðinu eru leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á, línumaðurinn, sem ég man ekki hvað heitir, er hávaxinn og sterkur. Það er leikmaður sem dregur að sér athyglina og opnar fyrir aðra.“ Þórir kinkar kolli og er sammála því sem Ágúst segir. „Tæknileg mistök í sóknarleiknum eru einnig eitthvað sem við verðum að forðast að gera. Kína vill sækja hratt og skora úr hraðaupphlaupum. Annars snýst þetta mest um okkar lið. Ná upp stemningu, góðri vörn og bæta leik okkar jafnt og þétt,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn fékk ærið verkefni í gærkvöld þegar hann efndi loforð sitt um að hlaupa upp allar 22 hæðirnar á Mercure-hótelinu í Santos þar sem íslenska liðið dvelur. Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari liðsins, fór með honum en þeir félagar höfðu lofað að gera þetta ef Ísland myndi vinna sigur gegn Þjóðverjum. „Ég er ekki í vafa um að þetta er nýtt hótelmet og við bættum það um þrjár mínútur í það minnsta,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir að hann hljóp upp á 22. hæðina á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Gústaf Adolf og Ágúst voru þar með að efna loforð sem þeir gáfu stelpunum okkar fyrir Þjóðverjaleikinn. Þar lofuðu þeir að hlaupa upp á efstu hæð hótelsins ef sigur ynnist gegn þýska stálinu. Stelpurnar stóðu við sitt og þjálfararnir kláruðu verkefnið með glans. „Við vorum um 6 mínútur og þetta var ekkert mál,“ sagði Ágúst en hann átti töluvert erfitt með að tala þegar hann ræddi við Fréttablaðið. Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti. Ágúst og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, sátu saman á kaffihúsi í Santos í gær og ræddu um handbolta. „Ágúst er að kenna mér hvernig við vinnum Svartfjallaland og hann fær allar upplýsingar um Kína frá mér,“ sagði Þórir og brosti en Noregur vann Kína með 27 marka mun. „Við þurfum að halda okkar striki í varnarleiknum og leika fast gegn þeim. Það verða einhverjar áherslubreytingar í vörn og sókn, ekki miklar. Það er mikilvægast að byrja vel, Kína hefur að engu að keppa og ef þær lenda undir þá hefur þeim gengið illa að koma til baka á þessu móti,“ segir Ágúst. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að halda ró okkar hvað sem kemur upp á. Í liðinu eru leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á, línumaðurinn, sem ég man ekki hvað heitir, er hávaxinn og sterkur. Það er leikmaður sem dregur að sér athyglina og opnar fyrir aðra.“ Þórir kinkar kolli og er sammála því sem Ágúst segir. „Tæknileg mistök í sóknarleiknum eru einnig eitthvað sem við verðum að forðast að gera. Kína vill sækja hratt og skora úr hraðaupphlaupum. Annars snýst þetta mest um okkar lið. Ná upp stemningu, góðri vörn og bæta leik okkar jafnt og þétt,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn fékk ærið verkefni í gærkvöld þegar hann efndi loforð sitt um að hlaupa upp allar 22 hæðirnar á Mercure-hótelinu í Santos þar sem íslenska liðið dvelur. Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari liðsins, fór með honum en þeir félagar höfðu lofað að gera þetta ef Ísland myndi vinna sigur gegn Þjóðverjum. „Ég er ekki í vafa um að þetta er nýtt hótelmet og við bættum það um þrjár mínútur í það minnsta,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir að hann hljóp upp á 22. hæðina á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Gústaf Adolf og Ágúst voru þar með að efna loforð sem þeir gáfu stelpunum okkar fyrir Þjóðverjaleikinn. Þar lofuðu þeir að hlaupa upp á efstu hæð hótelsins ef sigur ynnist gegn þýska stálinu. Stelpurnar stóðu við sitt og þjálfararnir kláruðu verkefnið með glans. „Við vorum um 6 mínútur og þetta var ekkert mál,“ sagði Ágúst en hann átti töluvert erfitt með að tala þegar hann ræddi við Fréttablaðið.
Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita