Umfjöllun: Ísland - Kína 23-16 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar skrifar 9. desember 2011 20:45 Mynd/Pjetur Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira