Umfjöllun: Ísland - Kína 23-16 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar skrifar 9. desember 2011 20:45 Mynd/Pjetur Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira