Handbolti

Guðný Jenný: Rosalega langt síðan að ég skoraði síðast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Guðný Jenný Ásmunsdóttir átti fínan leik í markinu í sigrinum á Kína og kom íslenska liðinu á sporið með því að skora fyrsta markið í leiknum yfir allan völlinn.

„Það er alltaf gaman að skora mark en það er rosalega langt síðan að ég skoraði síðast. Þetta var eiginlega hálfgerður grís því þetta átti að fara á Dagný. Þetta er samt mitt mark," sagði Guðný Jenný Ásmunsdóttir í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson í þættinum hans Þorsteins Joð á Stöð2 Sport.

„Ég held að enginn hafi búist við þessu en það var klárlega okkar markmið að komast upp úr riðlinum. Það er frábært að við skulum ná því," sagði Guðný Jenný.

„Það er gaman að fólks skuli fylgjast með okkur og styðja okkur," sagði Guðný Jenný aðspurð um hvernig væri að vita af öllum heima að fylgjast með liðinu.

„Mér fannst við byrja mjög vel fyrstu tíu mínúturnar og svo vorum við í svolítið erfiðleikum það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og fyrri hluta seinni hálfleiks. Við vorum að fara mikið útaf og þær voru að fá svolítið ódýr víti. Við náðum að halda haus og klára þetta," sagði Guðný Jenný en verður ekki vont að fá skotin í sig á móti Rússum.

„Það er miklu skemmtilegra og betra að fá boltann í sig en að hann fari inn," sagði Guðný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×