Handbolti

Dagný: Forréttindi að fá að vera í þessum hópi í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Skúladóttir.
Dagný Skúladóttir. Mynd/Pjetur
Dagný Skúladóttir átti frábæran leik í kvöld þegar íslensku stelpurnar unnu 23-16 sigur á Kína og tryggðu sér 60 prósent sigurhlutfall í riðlinum. Dagný nýtti öll átta skotin sín í leiknum og skoraði sjö mörk úr hraðaupphlaupum.

„Við spiluðum fína vörn og fengum þessi ódýru hraðaupphlaupsmörk. Það er alltaf gaman þegar maður fær að komast í hraðaupphlaupin," sagði Dagný Skúladóttir í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson í þættinum hans Þorsteins Joð á Stöð 2 Sport.

„Stelpurnar eru farnar að gera grín að mér. Þetta er ekki útpælt hjá mér og ég veit ekkert hvernig ég lít út í þessum skotum. Það er samt fínt að ég sé brosandi," sagði Dagný þegar Sigurður Elvar spurði hana út í það að hún væri alltaf brosandi þegar hún væri að skjóta á markið.

„Þetta er frábært. Við settum okkur þessi háleitu markmið að komast áfram í sextán liða úrslit sem var svolítið rugl hjá okkur. Það er æði að komast áfram með sex stig. Það eru forréttindi að fá að vera í þessum hópi í dag," sagði Dagný sem fékk sólgleraugu fyrir að vera valin besti leikmaðurinn á vellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×