Viðskipti innlent

Staða ríkissjóðs betri en vænst var

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um tæpa 74 milljarða króna í fyrra samanborið við 150 milljarða árið áður. Það má því segja að yfirdráttur á reikningi hins opinbera hafi lækkað um 77 milljarða á einu ári.

Þetta er töluvert betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrri og má meðal annars rekja til  söluhagnaðar af Avens pakkanum svonefnda.

Þá voru tekjur ríkissjóðs liðlega 47 milljöðrum hærri í fyrra en árið áður og gjöld dróust saman um liðlega 20 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×