Viðskipti innlent

Verður í gangi dag og nótt

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur opnun nýrrar verksmiðju Actavis í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur opnun nýrrar verksmiðju Actavis í gær.

Ný lyfjaverksmiðja Actavis í Hafnarfirði var formlega tekin í notkun í gær.

Framleiðslugeta Actavis hér á landi eykst við þetta um helming, eða úr einum milljarði taflna á ári í einn og hálfan milljarð. Hjá Actavis hér starfa sjö hundruð manns. Starfsfólki var fjölgað um hundrað í fyrra, þar af um sjötíu vegna verksmiðjunnar sem vígð var í gær. Heildarkostnaður við byggingu hennar nam 1,2 milljörðum króna.

Lyfjaverksmiðjur Actavis eru fjórtán í tólf löndum. Hjá fyrir­tækinu öllu vinna tíu þúsund manns í meira en fjörutíu löndum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×