Auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum 11. október 2011 11:35 Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að stærstu fyrirtækin í stóriðju séu í eigu erlendra félaga. Því er ljóst að minni hluti þeirra gjaldeyristekna sem stóriðjan skapar verður eftir í landinu,þar sem hagnaðurinn fer úr landi í formi arðgreiðslna, samanborið við sjávarútveginn. „Tekið skal fram að greiningardeild er ekki að leggja til aukna skattlagningu á stóriðju. Hins vegar má velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að mismuna útflutningsgreinum á Íslandi þegar kemur að skattlagningu „auðlindar“. Sjávarútvegurinn skapar stærstan hluta af gjaldeyristekjum landsins en sér fram á aukna gjaldtöku um ókomna framtíð nái frumvarp um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi fram að ganga,“ segir í Markaðspunktunum. „Í lok árs 2009 samþykkti Alþingi lög um umhverfis- og auðlindaskatta. Í lögunum felst að skattur verður lagður á selda raforku og heitt vatn. Fjárhæð skatts af seldri raforku er 0,12 kr. á hverja kílóvattstund, en skattur á heitt vatn er 2% af smásöluverði. Skattskyldan nær eingöngu til þeirra aðila sem kaupa raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta. Skatturinn leggst þyngst á stóriðjuna sem notaði rúmlega 13 þúsund milljónir kílóvattstunda af raforku árið 2009.“ Þá segir að samkvæmt útreikningum greiningarinnar nam auðlindaskattur á stóriðju um 1,5 milljörðum kr. í fyrra. Að meðaltali greiddi sjávarútvegurinn rúmlega 1% af tekjum sínum í veiðigjald á síðasta áratug, en greinin greiddi um 2,5 milljarða kr. í veiðigjald við upphaf fiskveiðiársins 2010/2011. Í fyrra námu greiðslurnar því um 2% af tekjum greinarinnar. „Svo virðist sem stóriðjan hafi greitt tvöfalt lægra auðlindagjald samanborið við sjávarútveginn, ef miðað er við hlutfall gjaldsins af tekjum,“ segir í Markaðspunktunum. „Erfitt er þó að fá heildarmynd af því hvernig gjaldið leggst á greinina þar sem raforkuskatturinn var greiddur í fyrsta sinn í fyrra. Í því samhengi ber þó að vekja athygli á því að lög um umhverfis- og auðlindaskatta eiga að falla úr gildi í árslok 2012, en til stendur að hækka veiðigjald sjávarútvegsins enn meira á næstkomandi árum. Mat greiningardeildar bendir til þess að veiðigjaldið gæti orðið allt að 4,3% af tekjum sjávarútvegs ef núverandi frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið verður að lögum.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að stærstu fyrirtækin í stóriðju séu í eigu erlendra félaga. Því er ljóst að minni hluti þeirra gjaldeyristekna sem stóriðjan skapar verður eftir í landinu,þar sem hagnaðurinn fer úr landi í formi arðgreiðslna, samanborið við sjávarútveginn. „Tekið skal fram að greiningardeild er ekki að leggja til aukna skattlagningu á stóriðju. Hins vegar má velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að mismuna útflutningsgreinum á Íslandi þegar kemur að skattlagningu „auðlindar“. Sjávarútvegurinn skapar stærstan hluta af gjaldeyristekjum landsins en sér fram á aukna gjaldtöku um ókomna framtíð nái frumvarp um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi fram að ganga,“ segir í Markaðspunktunum. „Í lok árs 2009 samþykkti Alþingi lög um umhverfis- og auðlindaskatta. Í lögunum felst að skattur verður lagður á selda raforku og heitt vatn. Fjárhæð skatts af seldri raforku er 0,12 kr. á hverja kílóvattstund, en skattur á heitt vatn er 2% af smásöluverði. Skattskyldan nær eingöngu til þeirra aðila sem kaupa raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta. Skatturinn leggst þyngst á stóriðjuna sem notaði rúmlega 13 þúsund milljónir kílóvattstunda af raforku árið 2009.“ Þá segir að samkvæmt útreikningum greiningarinnar nam auðlindaskattur á stóriðju um 1,5 milljörðum kr. í fyrra. Að meðaltali greiddi sjávarútvegurinn rúmlega 1% af tekjum sínum í veiðigjald á síðasta áratug, en greinin greiddi um 2,5 milljarða kr. í veiðigjald við upphaf fiskveiðiársins 2010/2011. Í fyrra námu greiðslurnar því um 2% af tekjum greinarinnar. „Svo virðist sem stóriðjan hafi greitt tvöfalt lægra auðlindagjald samanborið við sjávarútveginn, ef miðað er við hlutfall gjaldsins af tekjum,“ segir í Markaðspunktunum. „Erfitt er þó að fá heildarmynd af því hvernig gjaldið leggst á greinina þar sem raforkuskatturinn var greiddur í fyrsta sinn í fyrra. Í því samhengi ber þó að vekja athygli á því að lög um umhverfis- og auðlindaskatta eiga að falla úr gildi í árslok 2012, en til stendur að hækka veiðigjald sjávarútvegsins enn meira á næstkomandi árum. Mat greiningardeildar bendir til þess að veiðigjaldið gæti orðið allt að 4,3% af tekjum sjávarútvegs ef núverandi frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið verður að lögum.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira