Viðskipti innlent

Kínverjar vilja fjárfesta í ferðaþjónustu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í gær með Huang Nubo, stjórnarformanni kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group. Fyrirtækið áformar að fjárfesta í umhverfistengdri ferðaþjónustu á Íslandi, og taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu í samstarfi við íslensk stjórnvöld.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fyrirtækið hafi sér í lagi áform um hótelrekstur, bæði í Reykjavík og á Norðausturlandi. Á fundinum sagðist Össur fagna erlendri fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu, sér í lagi á landsbyggðinni. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Nubu að fyrirtækið hyggi á tugmilljarða fjárfestingar hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×