Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands fer hækkandi

Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju. Álagið hefur raunar hækkað síðustu þrjá daga í röð og stendur í 261 punkti í dag.

Þetta sýnir dagleg mæling á vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir sínar upplýsingar til Bloomberg fréttaveitunnar og CMA gagnaveitunnar.

Í síðustu viku var álagið komið niður í 232 punkta og hafði þá lækkað ört frá vikunni þar á undan þegar það fór hæst í 297 punkta. Álagið mælir mat markaðarins á áhættunni af greiðslufalli ríkisins.

Ekki er gott að sjá hvað veldur þessum hækkunum nú þar sem uppsveifla hefur verið á flestum mörkuðum þessa vikuna. Einnig má benda á að gullverð hefur verið að hrapa i dag og í gær sem sýnir að áhættufælni fjárfesta fer minnkandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×