Viðskipti innlent

Þrjú svið sendu frá sér afkomuviðvörun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjú svið hjá Reykjavíkurborg sendu frá sér afkomuviðvörun.
Þrjú svið hjá Reykjavíkurborg sendu frá sér afkomuviðvörun.
Þrjú svið sem starfa innan Reykjavíkurborgar hafa sent frá sér afkomuviðvörun vegna ársins 2011. Um er að ræða Íþrótta- og tómstundasvið, Menntasvið og Leikskólasvið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fylgir sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar. Uppgjörið var kynnt í borgarráði í morgun.

Í öllum tilvikum er varað við því að áætlun um hagræðingu í rekstri nái ekki fram að ganga eða henni verði ekki náð að fullu á þessu ári vegna þess að innleiðing á breytingum hefur seinkað miðað við það sem áætlun gerði ráð fyrir, útfærslu hagræðingar hefur verið breytt eða útfærslu ekki lokið. Í einhverjum tilfellum er kostnaður að fara framúr áætlun vegna utanaðkomandi ástæða og greiðslur ekki að berast frá ríki í samræmi við áætlanir. Þrjú umrædd svið búast við því að fara um 300 milljónir króna frma úr fjárheimildum á árinu, en í greinagerð kemur fram að inn í þær tölur vanti stórar fjárhæðir.

Uppgjör aðalsjóðs miklu betra en búist var við

Uppgjör aðalsjóðs Reykjavíkurborgar er hins vegar betra en búist var við. Rekstrarniðurstaðan er neikvæð um 269 milljónir króna, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir því að niðurstaðan yrði neikvæð um tæplega 3,2 milljarða króna. Niðurstaðan er því um 2,9 milljörðum krónum betri en búist var við. Þetta skýrist að mestu leyti af því að tekjur eru um 1,6 milljarði yfir áætlun og fjármagnstekjur um 1,7 milljarði yfir áætlun. Rekstrarútgjöld eru hins vegar 430 milljónum yfir áætlun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×