Viðskipti innlent

Nær helmingur á skrá atvinnulaus lengur en 6 mánuði

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.205 og fækkar um 16 frá lokum desember. Þessi hópur er um 49% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok janúar. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgar úr 4.696 í lok desember í 4.794 í lok janúar.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysi á landinu. Alls voru 2.670 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok janúar en 2.377 í lok desember eða um 18% allra atvinnulausra í janúar og fjölgar um 293 frá því í desember. Í janúar 2010 var fjöldi atvinnulausra ungmenna 3.080 og hefur því fækkað um 410 frá janúar 2010.

Alls voru 2.342 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok janúar , þar af 1.435 Pólverjar eða um 61% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins. Langflestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara voru starfandi í byggingariðnaði eða 540.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×