Viðskipti innlent

Norðurskel í Hrísey gjaldþrota

Norðurskel ehf. í Hrísey hefur verið úrskurðuð gjaldþrota og fyrirtækinu lokað. Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun í desember s.l. en hún rann út í síðustu viku.

Fjallað er um málið í Akureyrarblaðinu Vikudegi. Þar segir að óljóst sé hvort fyrirtækið verði endurreist en áhugi er sagður á því.

Frá því að Norðurskel fékk greiðslustöðvun hefur verið reynt að endurskipuleggja fjárhaginn og fá nýja fjárfesta að fyrirtækinu en það tókst ekki.

Norðurskel hefur verið leiðandi í kræklingarækt á Íslandi undanfarin áratug. Afurðir þess hafa farið á markað bæði hérlendis og erlendis, einkum til Belgíu.

Árni Pálsson hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins, að sögn Vikudags.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×