Handbolti

Ákvörðun um Ólaf verður tekin rétt fyrir leik - verður á skýrslu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson var upp í stúku á móti Brasilíu.
Ólafur Stefánsson var upp í stúku á móti Brasilíu. Mynd/Valli

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður á skýrslu í leiknum á móti Japan á HM í handbolta í kvöld en hann meiddist á hné í fyrsta leik liðsins á mótinu og var upp í stúku þegar liðið mætti Brasilíumönnum á laugardagskvöldið.

Ólafur var með á æfingu í dag og eftir hana sagðist hann vera óþreyjufullur að fá að spila leikinn á móti Japan í kvöld. Þetta er þriðji leikur Íslands á mótinu en Japanir hafa komið mjög á óvart með hröðum og skemmtilegum leik og unnu meðal annars Austurríki á laugardaginn.

Það verður tekin ákvörðun um það rétt fyrir leik hvort Ólafur verði með í leiknum en það er þó búið að ákveða það að Ólafur verði á leikskýrslu í kvöld.

Leikur Íslands og Japans hefst klukkan 20.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×