Lífeyrissjóðir keyptu hluti í Icelandair af sjálfum sér 9. nóvember 2011 09:29 Sá breiði hópur fjárfesta sem keyptu 10% hlut í Icelandair af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) er að mestu skipaður eigendum sjóðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru níu lífeyrissjóðir sem eru á meðal eigenda FSÍ hluti af hópnum. Þeirra á meðal er Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem keypti 2,5% og á nú 14,5% hlut, og Gildi lífeyrissjóður, sem keypti um 1,1% hlut. Stærsti eigandi FSÍ, Landsbanki Íslands, keypti ekki hlut. Hann mun hins vegar fá um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar, í samræmi við 27,6% eignarhlut bankans í FSÍ. FSÍ tilkynnti í gærmorgun að sjóðurinn hefði selt 10% af eignarhlut sínum í Icelandair á 2,7 milljarða króna og að kaupendur væru breiður hópur fagfjárfesta. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í tveimur útboðum á árinu 2010 á genginu 2,5. Samtals fjárfesti FSÍ í Icelandair fyrir 3,6 milljarða króna á síðasta ári. Sjóðurinn á enn 19% hlut í Icelandair sem metinn er á um 5,1 milljarða króna miðað við sölugengið í gær, sem var 5,42 krónur á hlut. Andvirði sölunnar rennur beint til lífeyrissjóðanna og annarra eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins. Þeir gera ráð fyrir því að allir eigendur FSÍ fái greitt út í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýðir að Landsbankinn, sem keypti ekki hlut, mun fá um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar. Hlutaféð var selt í áskriftasöfnun. Eftir söluna verður FSÍ ekki lengur stærsti eigandi Icelandair heldur Íslandsbanki, sem á 20,6% hlut. Stærstu eigendur FSÍ eru Landsbanki Íslands með 27,6% hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna með 19,9% hlut, Gildi lífeyrissjóður með 10,4% hlut, Sameinaði lífeyrissjóðurinn með 7,7% hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 7,4% hlut. Icelandair hefur gengið vel frá því að félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu á síðasta ári. Í henni var hlutafé aukið, skuldum breytt í nýtt hlutafé og vaxtaberandi skuldir lækkaðar með yfirfærslu og sölu á tilteknum eignum sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi Icelandair. Samtals lækkuðu vaxtaberandi skuldir félagsins um tæpa 14 milljarða við þá aðgerð. Icelandair hagnaðist um 4,7 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Sá breiði hópur fjárfesta sem keyptu 10% hlut í Icelandair af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) er að mestu skipaður eigendum sjóðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru níu lífeyrissjóðir sem eru á meðal eigenda FSÍ hluti af hópnum. Þeirra á meðal er Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem keypti 2,5% og á nú 14,5% hlut, og Gildi lífeyrissjóður, sem keypti um 1,1% hlut. Stærsti eigandi FSÍ, Landsbanki Íslands, keypti ekki hlut. Hann mun hins vegar fá um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar, í samræmi við 27,6% eignarhlut bankans í FSÍ. FSÍ tilkynnti í gærmorgun að sjóðurinn hefði selt 10% af eignarhlut sínum í Icelandair á 2,7 milljarða króna og að kaupendur væru breiður hópur fagfjárfesta. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í tveimur útboðum á árinu 2010 á genginu 2,5. Samtals fjárfesti FSÍ í Icelandair fyrir 3,6 milljarða króna á síðasta ári. Sjóðurinn á enn 19% hlut í Icelandair sem metinn er á um 5,1 milljarða króna miðað við sölugengið í gær, sem var 5,42 krónur á hlut. Andvirði sölunnar rennur beint til lífeyrissjóðanna og annarra eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins. Þeir gera ráð fyrir því að allir eigendur FSÍ fái greitt út í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýðir að Landsbankinn, sem keypti ekki hlut, mun fá um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar. Hlutaféð var selt í áskriftasöfnun. Eftir söluna verður FSÍ ekki lengur stærsti eigandi Icelandair heldur Íslandsbanki, sem á 20,6% hlut. Stærstu eigendur FSÍ eru Landsbanki Íslands með 27,6% hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna með 19,9% hlut, Gildi lífeyrissjóður með 10,4% hlut, Sameinaði lífeyrissjóðurinn með 7,7% hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 7,4% hlut. Icelandair hefur gengið vel frá því að félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu á síðasta ári. Í henni var hlutafé aukið, skuldum breytt í nýtt hlutafé og vaxtaberandi skuldir lækkaðar með yfirfærslu og sölu á tilteknum eignum sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi Icelandair. Samtals lækkuðu vaxtaberandi skuldir félagsins um tæpa 14 milljarða við þá aðgerð. Icelandair hagnaðist um 4,7 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira