Viðskipti innlent

Walker á í viðræðum um fjármögnun Iceland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Telegraph segir alveg óljóst hvort Walker vilji gefa það verð sem Landsbankinn og Glitnir vilja.
Telegraph segir alveg óljóst hvort Walker vilji gefa það verð sem Landsbankinn og Glitnir vilja.
Malcolm  Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods, hefur átt í viðræðum við stofnendur verslunarkeðjanna Matalan og DFS um fjármögnun á mögulegum kaupum hans í Iceland.

Breska blaðið Daily Telegraph segir að forsvarsmenn þessa verslana hafi boðið Walker fjármagn ef hann ákveður að bjóða í Iceland. Walker hafi jafnframt tryggt sér fjármögnun frá nokkrum bönkum og stuðning frá Alberta fjármögnunarfyrirtækinu.

Eins og margoft hefur komið fram eiga Landsbankinn og Glitnir samstals 77% hlut í Iceland. Hluturinn er í söluferli og Walker á forkaupsrétt. Það þýðir að hann mun þurfa að jafna hæsta tilboð sem berst í fyrirtækið til þess að geta eignast það.

Telegraph segir þó alls óljóst hvort Walker muni bjóða. Hann sé reiðubúinn til að bjóða 1,1 milljarð sterlingspunda en Landsbankinn og Glitnir vilji minnst 1,3 milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×