Sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð Hafsteinn G. Hauksson skrifar 27. nóvember 2011 18:40 Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf. Drög að nýju kvótafrumvarpi birtust fyrirvaralaust á vef sjávarútvegsráðuneytisins síðdegis í gær, eftir að málið hafði verið tekið af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og sett í hendur ráðherranefndar. Forsætisráðherra segir mikið vanta upp á að drögin séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum," segir Jóhanna. „Þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu, eða að taka málið inn í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti og kynna okkur á hvaða leið hann væri." Jón hafi svo birst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag með frumvarpsdrögin sem um ræðir. Jón segir þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér skömmu fyrir fréttir að ekki sé um að ræða tillögur ráðherra, heldur vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur, en Jón hefur ekki brugðist við ítrekaðri beiðni fréttastofu um viðtal. Undanfarna daga hefur titrings gætt milli stjórnarflokkanna, þar sem greinilegur ágreiningur hefur leitað upp á yfirborðið hvað varðar söluna á Grímsstöðum á Fjöllum, kolefnisskatt og nú kvótamálin. Getur ríkisstjórnin starfað svona áfram? „Nú er það svo að ríkisstjórnin hefur mætt mörgum erfiðum málum á leið sinni undanfarin þrjú ár, og oft þannig að deilur séu uppi á milli flokkanna. Okkur hefur alltaf tekist að leysa málin," segir Jóhanna, en hún telur að hægt sé að ná samkomulagi um málin sem að ofan eru nefnd. „Það er mörgum sinnum búið að spá andláti þessarar ríkisstjórnar, en ég get fullvissað alla um það að hún lifir." Jóhanna segir þannig að erfiðleikarnir við kvótamálin snúi helst að ráðherranum sem fer með málaflokkinn, en milli stjórnarflokkanna sjálfra sé vel hægt að ná niðurstöðu. En þýðir það að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart einstökum ráðherrum Vinstri grænna? „Ég skal ekki segja það," segir Jóhanna. „Það er titringur í sumum út af stöðunni í málinu, en ég hef fulla trú á að við leysum úr því. Ég viðurkenni að þetta er erfitt, en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn?" Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf. Drög að nýju kvótafrumvarpi birtust fyrirvaralaust á vef sjávarútvegsráðuneytisins síðdegis í gær, eftir að málið hafði verið tekið af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og sett í hendur ráðherranefndar. Forsætisráðherra segir mikið vanta upp á að drögin séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum," segir Jóhanna. „Þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu, eða að taka málið inn í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti og kynna okkur á hvaða leið hann væri." Jón hafi svo birst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag með frumvarpsdrögin sem um ræðir. Jón segir þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér skömmu fyrir fréttir að ekki sé um að ræða tillögur ráðherra, heldur vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur, en Jón hefur ekki brugðist við ítrekaðri beiðni fréttastofu um viðtal. Undanfarna daga hefur titrings gætt milli stjórnarflokkanna, þar sem greinilegur ágreiningur hefur leitað upp á yfirborðið hvað varðar söluna á Grímsstöðum á Fjöllum, kolefnisskatt og nú kvótamálin. Getur ríkisstjórnin starfað svona áfram? „Nú er það svo að ríkisstjórnin hefur mætt mörgum erfiðum málum á leið sinni undanfarin þrjú ár, og oft þannig að deilur séu uppi á milli flokkanna. Okkur hefur alltaf tekist að leysa málin," segir Jóhanna, en hún telur að hægt sé að ná samkomulagi um málin sem að ofan eru nefnd. „Það er mörgum sinnum búið að spá andláti þessarar ríkisstjórnar, en ég get fullvissað alla um það að hún lifir." Jóhanna segir þannig að erfiðleikarnir við kvótamálin snúi helst að ráðherranum sem fer með málaflokkinn, en milli stjórnarflokkanna sjálfra sé vel hægt að ná niðurstöðu. En þýðir það að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart einstökum ráðherrum Vinstri grænna? „Ég skal ekki segja það," segir Jóhanna. „Það er titringur í sumum út af stöðunni í málinu, en ég hef fulla trú á að við leysum úr því. Ég viðurkenni að þetta er erfitt, en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn?"
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira