Viðskipti innlent

Nettóstaða gjaldeyrisforðans batnar um 63 milljarða

Það sem af er þessu ári hefur nettóstaða gjaldeyrisforða Seðlabankans batnað um rúma 63 milljarða kr. þar af um 8 milljarða kr. í febrúarmánuði.  Nettóforðinn stendur nú í tæplega 185 milljörðum kr.

Þetta kemur fram í efnahagsreikningi Seðlabankans sem birtur er í hagtölum bankans. Gjaldeyrisforðinn í heild nam tæplega 719,5 milljörðum kr. um síðustu mánaðarmót og minnkaði um rúma 13 milljarða í febrúar.

Gullforði Seðlabankans stendur í rúmum 10.4 milljörðum kr. og hækkaði hann um tæpar 570 milljónir kr. í febrúar vegna verðhækkana á heimsmarkaðsverði á gulli í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×