Viðskipti innlent

Verðbólgan 3,4 prósent

Verðlag í landinu hækkaði um 0,94 prósent í maí frá fyrra mánuði, en mikil verðbólga hefur mælst síðustu fjóra mánuði. Ársverðbólgan er nú 3,4 prósent og er tæpu prósentustigi yfir markmiði seðlabankans.

Í maí munaði mest um hækkun á gjöldum fyrir heitt vatn og frárennsli, sem hækkuðu um 10 prósent, auk þess sem flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 15,5 prósent. Alls hefur verðlag hækkað um þriðjung fram til dagsins í dag í hinni miklu verðbólgu sem hófst í ársbyrjun 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×