Handbolti

Kári búinn að jafna sig eftir erfið veikindi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson.
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veikindum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtlana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun.

"Það fór allt í fokk ef ég á að segja eins og er. Þetta var alvarlegt mál og ég var alveg frá í 20 daga. Ég er sem betur fer kominn á rétt ról á nýjan leik," sagði Eyjamaðurinn harði við Vísi í dag.

Kári Kristján hefur staðið sig afar vel með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wetzlar sem leggur mikinn metnað í að framlengja samninginn við Kára sem rennur út eftir ár.

"Þeir vilja semja til ársins 2014 og ég er svona að velta málunum fyrir mér. Hvort ég taki öryggið og semji upp á nýtt eða taki áhættuna og sjái hvað býðst næsta sumar. Svo skiptir náttúrulega máli hvað Wetzlar er til í að bjóða mér núna. Við sjáum hvað setur," sagði Kári Kristján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×