Handbolti

Ungverjar og Austurríksmenn unnu sína leiki í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tamas Mocsai í leik með Íslandi á EM 2008.
Tamas Mocsai í leik með Íslandi á EM 2008. Mynd/AFP

Ungverjaland og Austurríki eru með íslenska landsliðinu í riðli á HM í handbolta í Svíþjóð og þau voru bæði að spila æfingaleiki á heimavelli í gær. Ungverjar unnu sjö marka sigur á Tékkum og Austurríkismenn unnu annan daginn í röð eins marks sigur á Portúgal.

Ungverjar unnu 31-24 sigur á Tékkum eftir að hafa verið 13-10 yfir í hálfleik. Ungverjar verða fyrstu mótherjar Íslands á HM 14. janúar. Tamas Mocsai, skytta úr SG Flensburg Handewitt, var markahæstur Ungverja með 7 mörk en hornamaðurinn Gergely Harsanyi skoraði 5 mörk.

Austurríki vann 34-33 sigur á Portúgal eftir að hafa verið 15-20 undir í hálfleik. Það var Lucas Mayer, leikmaður A1 Bregenz, sem skoraði sigurmarkið í gær en kvöldið áður hafði Roland Schlinger tryggt liðinu 30-29 sigur.

Viktor Szilágyi, leikmaður Flensburg-Handewitt, og Roland Schlinger, leikmaður Balingen-Weilstetten, voru markahæstir hjá Austuríki með sex mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×