Viðskipti innlent

Samið um kaup á D´Angleterre

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hótel D´Angleterre í Kaupmannahöfn.
Hótel D´Angleterre í Kaupmannahöfn.
Hótel D´Angleterre í Kaupmannahöfn verður selt félagi í eigu Remmen´s Stiftung von 1986, samkvæmt samkomulagi sem náðist þess efnis í dag. Hótelið er nú í eigu skilanefndar Landsbankans en nýju eigendurnir munu taka við rekstri þess þann 1. febrúar næstkomandi.

Í fréttatilkynningu frá skilanefnd Landsbankans kemur fram að salan sé í samræmi við fyrri yfirlýsingar skilanefndar Landsbankans um að ekki stæði til að eiga hótelið til lengri tíma litið. Bankinn segir að kaupverðið sé ásættanlegt en verði ekki gefið upp að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×