Viðskipti innlent

Horfið frá útrásarhugmyndum

Steinn Logi Björnsson er forstjóri Skipta.
Steinn Logi Björnsson er forstjóri Skipta.
Skipti, móðurfélag Símans, mun horfa frá þeirri útrás á erlenda markaði sem einkenndi reksturinn áður og mun héðan í frá einblína á íslenska fjarskiptamarkaðinn. Þetta er í samræmi við stefnumörkun fyrirtækisins sem unnið hefur verið að á síðustu mánuðum. Samhliða þessari stefnumörkum tilkynnti Skipti um að 45 starfsmönnum yrði sagt upp. Stöðugildum hjá fyrirtækinu hefur þá fækkað um 68 á árinu, en starfsmenn eru ríflega 900. Í samræmi við nýja stefnumörkun félagsins munu Skipti selja Símann DK, sem er starfsemi sem fyrirtækið vann að í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×