Birgir hættur eftir tíu daga starf 29. september 2011 22:27 Birgir er hættur. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Birgis.Tilkynning til fjölmiðla varðandi starfslok mín sem forstjóri Iceland Express. Ég hef sagt starfi mínu lausu sem forstjóri Iceland Express eftir aðeins 10 daga í starfi. Þegar til mín var leitað og ég beðinn um að taka þetta starf að mér setti ég mjög ströng skilyrði um hvernig samstarfi mínu við eigendur félagsins yrði háttað. Ég vildi fá mikið frelsi til að endurskipuleggja reksturinn og ég setti fram hugmyndafræði og vel skilgreind atriði sem ég vildi fá að vinna að með sjálfstæðum hætti, en að sjálfsögðu í nánu og eðlilegu samstarfi við stjórn félagsins. Aðferðafræðin snérist aðallega um það að dagleg stýring á fyrirtækinu væri alfarið í mínum höndum og svo að ég fengi að hrinda ákveðnum breytingum í framkvæmd sem höfðu aukna þjónustu við farþega, áreiðanleika og lengri tíma arðsemi IEX að aðalmarkmiði. Ég myndi leggja ákveðnar tillögur fyrir stjórn og fá svo leyfi til framkvæmda samkvæmt þessari hugmyndafræði. Þessi samstarfsmáti var vel skilgreindur með skriflegum hætti og samþykktur af eigendum og stjórn IEX og var í raun grundvöllur þess að ég þáði starfið. Í stuttu máli var ljóst á fyrstu dögum mínum í starfi að þetta samkomulag héldi ekki. Ég hef gengið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum og lýst því yfir hvernig ég ætlaði að snúa fyrirtækinu til betri vegar en það hefur verið á undanfarin misseri. Þegar maður hefur tengt sig persónulega við svo stórt mál er lykilatriði að maður sé trúr sinni sannfæringu og hætti um leið og maður fær ekki stuðning til að standa við stóru orðin. Því ákvað ég að segja starfi mínu lausu og vonast að sjálfsögðu til að það komi ekki til með að skaða félagið á nokkurn hátt. Ég hef þegar látið af störfum. Ég hef fengið óteljandi skilaboð frá starfsmönnum félagsins á þessum stutta tíma og það er ljóst að í þeim býr mikill vilji og metnaður til að hjálpa Iceland Express til að vera vinnustaður sem þau geta áfram verið stolt af að starfa á. Mér finnst sárast að bregðast öllu því góða fólki sem mig hlakkaði til að starfa með í krefjandi umhverfi. Ég óska fyrirtækinu, starfsfólki ,stjórn og eigendum alls hins besta í þeirri baráttu sem stendur fyrir dyrum og vildi óska að ég hefði fengið að berjast með þeim eins og til stóð. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið í fjölmiðlum. Birgir Jónsson Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Birgis.Tilkynning til fjölmiðla varðandi starfslok mín sem forstjóri Iceland Express. Ég hef sagt starfi mínu lausu sem forstjóri Iceland Express eftir aðeins 10 daga í starfi. Þegar til mín var leitað og ég beðinn um að taka þetta starf að mér setti ég mjög ströng skilyrði um hvernig samstarfi mínu við eigendur félagsins yrði háttað. Ég vildi fá mikið frelsi til að endurskipuleggja reksturinn og ég setti fram hugmyndafræði og vel skilgreind atriði sem ég vildi fá að vinna að með sjálfstæðum hætti, en að sjálfsögðu í nánu og eðlilegu samstarfi við stjórn félagsins. Aðferðafræðin snérist aðallega um það að dagleg stýring á fyrirtækinu væri alfarið í mínum höndum og svo að ég fengi að hrinda ákveðnum breytingum í framkvæmd sem höfðu aukna þjónustu við farþega, áreiðanleika og lengri tíma arðsemi IEX að aðalmarkmiði. Ég myndi leggja ákveðnar tillögur fyrir stjórn og fá svo leyfi til framkvæmda samkvæmt þessari hugmyndafræði. Þessi samstarfsmáti var vel skilgreindur með skriflegum hætti og samþykktur af eigendum og stjórn IEX og var í raun grundvöllur þess að ég þáði starfið. Í stuttu máli var ljóst á fyrstu dögum mínum í starfi að þetta samkomulag héldi ekki. Ég hef gengið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum og lýst því yfir hvernig ég ætlaði að snúa fyrirtækinu til betri vegar en það hefur verið á undanfarin misseri. Þegar maður hefur tengt sig persónulega við svo stórt mál er lykilatriði að maður sé trúr sinni sannfæringu og hætti um leið og maður fær ekki stuðning til að standa við stóru orðin. Því ákvað ég að segja starfi mínu lausu og vonast að sjálfsögðu til að það komi ekki til með að skaða félagið á nokkurn hátt. Ég hef þegar látið af störfum. Ég hef fengið óteljandi skilaboð frá starfsmönnum félagsins á þessum stutta tíma og það er ljóst að í þeim býr mikill vilji og metnaður til að hjálpa Iceland Express til að vera vinnustaður sem þau geta áfram verið stolt af að starfa á. Mér finnst sárast að bregðast öllu því góða fólki sem mig hlakkaði til að starfa með í krefjandi umhverfi. Ég óska fyrirtækinu, starfsfólki ,stjórn og eigendum alls hins besta í þeirri baráttu sem stendur fyrir dyrum og vildi óska að ég hefði fengið að berjast með þeim eins og til stóð. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið í fjölmiðlum. Birgir Jónsson
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira