Birgir hættur eftir tíu daga starf 29. september 2011 22:27 Birgir er hættur. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Birgis.Tilkynning til fjölmiðla varðandi starfslok mín sem forstjóri Iceland Express. Ég hef sagt starfi mínu lausu sem forstjóri Iceland Express eftir aðeins 10 daga í starfi. Þegar til mín var leitað og ég beðinn um að taka þetta starf að mér setti ég mjög ströng skilyrði um hvernig samstarfi mínu við eigendur félagsins yrði háttað. Ég vildi fá mikið frelsi til að endurskipuleggja reksturinn og ég setti fram hugmyndafræði og vel skilgreind atriði sem ég vildi fá að vinna að með sjálfstæðum hætti, en að sjálfsögðu í nánu og eðlilegu samstarfi við stjórn félagsins. Aðferðafræðin snérist aðallega um það að dagleg stýring á fyrirtækinu væri alfarið í mínum höndum og svo að ég fengi að hrinda ákveðnum breytingum í framkvæmd sem höfðu aukna þjónustu við farþega, áreiðanleika og lengri tíma arðsemi IEX að aðalmarkmiði. Ég myndi leggja ákveðnar tillögur fyrir stjórn og fá svo leyfi til framkvæmda samkvæmt þessari hugmyndafræði. Þessi samstarfsmáti var vel skilgreindur með skriflegum hætti og samþykktur af eigendum og stjórn IEX og var í raun grundvöllur þess að ég þáði starfið. Í stuttu máli var ljóst á fyrstu dögum mínum í starfi að þetta samkomulag héldi ekki. Ég hef gengið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum og lýst því yfir hvernig ég ætlaði að snúa fyrirtækinu til betri vegar en það hefur verið á undanfarin misseri. Þegar maður hefur tengt sig persónulega við svo stórt mál er lykilatriði að maður sé trúr sinni sannfæringu og hætti um leið og maður fær ekki stuðning til að standa við stóru orðin. Því ákvað ég að segja starfi mínu lausu og vonast að sjálfsögðu til að það komi ekki til með að skaða félagið á nokkurn hátt. Ég hef þegar látið af störfum. Ég hef fengið óteljandi skilaboð frá starfsmönnum félagsins á þessum stutta tíma og það er ljóst að í þeim býr mikill vilji og metnaður til að hjálpa Iceland Express til að vera vinnustaður sem þau geta áfram verið stolt af að starfa á. Mér finnst sárast að bregðast öllu því góða fólki sem mig hlakkaði til að starfa með í krefjandi umhverfi. Ég óska fyrirtækinu, starfsfólki ,stjórn og eigendum alls hins besta í þeirri baráttu sem stendur fyrir dyrum og vildi óska að ég hefði fengið að berjast með þeim eins og til stóð. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið í fjölmiðlum. Birgir Jónsson Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Birgis.Tilkynning til fjölmiðla varðandi starfslok mín sem forstjóri Iceland Express. Ég hef sagt starfi mínu lausu sem forstjóri Iceland Express eftir aðeins 10 daga í starfi. Þegar til mín var leitað og ég beðinn um að taka þetta starf að mér setti ég mjög ströng skilyrði um hvernig samstarfi mínu við eigendur félagsins yrði háttað. Ég vildi fá mikið frelsi til að endurskipuleggja reksturinn og ég setti fram hugmyndafræði og vel skilgreind atriði sem ég vildi fá að vinna að með sjálfstæðum hætti, en að sjálfsögðu í nánu og eðlilegu samstarfi við stjórn félagsins. Aðferðafræðin snérist aðallega um það að dagleg stýring á fyrirtækinu væri alfarið í mínum höndum og svo að ég fengi að hrinda ákveðnum breytingum í framkvæmd sem höfðu aukna þjónustu við farþega, áreiðanleika og lengri tíma arðsemi IEX að aðalmarkmiði. Ég myndi leggja ákveðnar tillögur fyrir stjórn og fá svo leyfi til framkvæmda samkvæmt þessari hugmyndafræði. Þessi samstarfsmáti var vel skilgreindur með skriflegum hætti og samþykktur af eigendum og stjórn IEX og var í raun grundvöllur þess að ég þáði starfið. Í stuttu máli var ljóst á fyrstu dögum mínum í starfi að þetta samkomulag héldi ekki. Ég hef gengið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum og lýst því yfir hvernig ég ætlaði að snúa fyrirtækinu til betri vegar en það hefur verið á undanfarin misseri. Þegar maður hefur tengt sig persónulega við svo stórt mál er lykilatriði að maður sé trúr sinni sannfæringu og hætti um leið og maður fær ekki stuðning til að standa við stóru orðin. Því ákvað ég að segja starfi mínu lausu og vonast að sjálfsögðu til að það komi ekki til með að skaða félagið á nokkurn hátt. Ég hef þegar látið af störfum. Ég hef fengið óteljandi skilaboð frá starfsmönnum félagsins á þessum stutta tíma og það er ljóst að í þeim býr mikill vilji og metnaður til að hjálpa Iceland Express til að vera vinnustaður sem þau geta áfram verið stolt af að starfa á. Mér finnst sárast að bregðast öllu því góða fólki sem mig hlakkaði til að starfa með í krefjandi umhverfi. Ég óska fyrirtækinu, starfsfólki ,stjórn og eigendum alls hins besta í þeirri baráttu sem stendur fyrir dyrum og vildi óska að ég hefði fengið að berjast með þeim eins og til stóð. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið í fjölmiðlum. Birgir Jónsson
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira