Handbolti

Svíar björguðu andlitinu og unnu Pólverja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kim Andersson fagnar marki í kvöld.
Kim Andersson fagnar marki í kvöld. Nordic Photos / AFP

Svíar fögnuðu í kvöld góðum sigri á Póllandi, 24-21, og björguðu þar með andlitinu eftir neyðarlegt tap fyrir Argentínu á þriðjudaginn.

Svíar voru með yfirhöndina allan leikinn þó svo að Pólverjar hafi aldrei verið langt undan. Staðan í hálfleik var 14-12, Svíum í vil.

Pólverjar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka en nær komust þeir ekki.

Pólland, Svíþjóð og Argentína fara því öll í milliriðil 2 með tvö stig hvert.

Þar hitta þau fyrir Danmörku (4 stig), Króatíu (1 stig) og Serba (1 stig). Staða Dana í þeim riðli er því ansi vænleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×