Mörg fyrirtæki líkleg á markaðinn í haust Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. júlí 2011 09:00 Páll Harðarson Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfamarkað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta, móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs í þrjú ár. Væntingar voru uppi um að fyrsta fyrirtækið liti dagsins ljós í Kauphöllinni um mánaðamótin. Af því varð ekki. Búist er við að Arion Banki og Landsbankinn setji Haga og fjárfestingarfélagið Horn á markað í haust. Þá stóð Kauphöllin nýverið fyrir fræðslufundi, um þýðingu þess að vera skráð félag, fyrir fimmtíu forsvarsmenn rúmlega tuttugu fyrirtækja. Búist er við að það skili sér í holskeflu skráninga í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir hlutina geta gengið hraðar fyrir sig. Ástæðan liggi að hluta til hjá bönkunum sem haldi í fyrirtæki sem þeir eigi að hluta eða öllu leyti lengur en þurfa þykir. „Við tökum heilshugar undir það sem hefur komið fram hjá Samkeppniseftirlitinu um að það eru kerfislægir hvatar hjá bönkunum sem toga í ranga átt og tefja fyrir endurskipulagningu fyrirtækja og endurreisn atvinnulífsins. Við tökum einnig undir meðmæli OECD sem hefur mælt með því að eiginfjárkrafa bankanna miðaðist við upprunalegt virði lána frekar en niðurfært virði þeirra. Það myndi skapa hvata til að klára endurskipulagninguna og koma þessum eignum úr bókum bankanna," segir hann og bendir á að á meðan gjaldeyrishöft eru í gildi sé fátt sem ýti við bönkunum. Viðmælendur Fréttablaðsins taka undir gagnrýni Páls að hluta. Nokkrir þeirra sem blaðið hefur rætt við benda jafnframt á að skráning á hlutabréfamarkað henti stærri fyrirtækjum betur en smærri. Allt umstang og umsýsla við skráningu sé kostnaðarsamt auk þess sem kostnaður hér sé hár miðað við aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. „Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að vera skráð í Kauphöll," segir frumkvöðullinn Frosti Sigurjónsson. Hann hefur ásamt Erni Þórðarsyni lagt grunninn að vettvangi fyrir eigendur og hluthafa óskráðra sprotafyrirtækja til að kynna fyrirtæki sín sem fjárfestingarkost. Viðræður hafa átt sér stað við banka, fjármálafyrirtæki og miðlara sem hafa tekið vel í hugmyndina. Vettvangurinn keppir ekki við Kauphöllina heldur er hann hugsaður til að tengja saman fyrirtæki, miðlara og fjárfesta, að sögn Frosta. „Það er til fullt af fyrirtækjum sem eru góðir fjárfestingarkostir ef einhver vissi af þeim," segir hann og bendir á að vettvangurinn geti nýst þeim fyrirtækjum vel sem síðar meir vilji fara á hlutabréfamarkað. Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfamarkað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta, móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs í þrjú ár. Væntingar voru uppi um að fyrsta fyrirtækið liti dagsins ljós í Kauphöllinni um mánaðamótin. Af því varð ekki. Búist er við að Arion Banki og Landsbankinn setji Haga og fjárfestingarfélagið Horn á markað í haust. Þá stóð Kauphöllin nýverið fyrir fræðslufundi, um þýðingu þess að vera skráð félag, fyrir fimmtíu forsvarsmenn rúmlega tuttugu fyrirtækja. Búist er við að það skili sér í holskeflu skráninga í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir hlutina geta gengið hraðar fyrir sig. Ástæðan liggi að hluta til hjá bönkunum sem haldi í fyrirtæki sem þeir eigi að hluta eða öllu leyti lengur en þurfa þykir. „Við tökum heilshugar undir það sem hefur komið fram hjá Samkeppniseftirlitinu um að það eru kerfislægir hvatar hjá bönkunum sem toga í ranga átt og tefja fyrir endurskipulagningu fyrirtækja og endurreisn atvinnulífsins. Við tökum einnig undir meðmæli OECD sem hefur mælt með því að eiginfjárkrafa bankanna miðaðist við upprunalegt virði lána frekar en niðurfært virði þeirra. Það myndi skapa hvata til að klára endurskipulagninguna og koma þessum eignum úr bókum bankanna," segir hann og bendir á að á meðan gjaldeyrishöft eru í gildi sé fátt sem ýti við bönkunum. Viðmælendur Fréttablaðsins taka undir gagnrýni Páls að hluta. Nokkrir þeirra sem blaðið hefur rætt við benda jafnframt á að skráning á hlutabréfamarkað henti stærri fyrirtækjum betur en smærri. Allt umstang og umsýsla við skráningu sé kostnaðarsamt auk þess sem kostnaður hér sé hár miðað við aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. „Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að vera skráð í Kauphöll," segir frumkvöðullinn Frosti Sigurjónsson. Hann hefur ásamt Erni Þórðarsyni lagt grunninn að vettvangi fyrir eigendur og hluthafa óskráðra sprotafyrirtækja til að kynna fyrirtæki sín sem fjárfestingarkost. Viðræður hafa átt sér stað við banka, fjármálafyrirtæki og miðlara sem hafa tekið vel í hugmyndina. Vettvangurinn keppir ekki við Kauphöllina heldur er hann hugsaður til að tengja saman fyrirtæki, miðlara og fjárfesta, að sögn Frosta. „Það er til fullt af fyrirtækjum sem eru góðir fjárfestingarkostir ef einhver vissi af þeim," segir hann og bendir á að vettvangurinn geti nýst þeim fyrirtækjum vel sem síðar meir vilji fara á hlutabréfamarkað.
Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira