Viðskipti innlent

Leggst þyngra á lítil fyrirtæki

Hugsanlegt að lítil fyrirtæki finni meira fyrir hækkun veiðigjalds.
Hugsanlegt að lítil fyrirtæki finni meira fyrir hækkun veiðigjalds. Mynd/Heiða
Greiningardeild Arion banka telur að hækkun veiðigjalds úr 9,5 prósentum í 13,3 prósent af reiknaðri framlegð útgerða á næsta fiskveiðiári muni að öllum líkindum leggjast þyngra á minni fyrirtæki. Þetta kemur fram í Markaðspunktum bankans.

Jafnframt er það niðurstaða greiningardeildarinnar að aukin gjaldtaka muni íþyngja meðalstórum og minni fyrirtækjum meira en stærri fyrirtækjum, sökum mismunandi skuldsetningar þeirra. Samkvæmt úttekt greiningardeildarinnar er skuldabyrði minni fyrirtækjanna hlutfallslega mun þyngri en þeirra stærri.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×