Viðskipti innlent

Rangt að Vigni Rafni hafi verið stefnt vegna máls fyrir hrun

Slitastjórn Landsbanka Íslands hefur ekki stefnt Vigni Rafni Gíslasyni endurskoðanda Landsbankans fyrir hrun eins og fram kom á vb.is í morgun. Dómsmál þar sem slitastjórnin er sóknaraðili og Vignir Rafn varnaraðili, og tekið var fyrir í morgun, snýr að ágreiningi um hvort Vigni Rafni sé skylt að gefa skýrslu og afhenda gögn um tiltekin atriði sem varða Landsbankann.

Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Í morgun greindi Viðskiptablaðið frá því að Vigni Rafni hafi verið stefnt vegna ársskýrslu Landsbankans fyrir árið 2007. Vitnaði visir.is í þá frétt hér á síðunni.

Í Viðskiptablaðinu segir: "Endanleg ákvörðun um málshöfðun gegn endurskoðendum vegna rangra ársreikninga Landsbankans hefur enn ekki verið tekin en ýmis atriði eru til skoðunar í þeim efnum, líkt og greint hefur verið frá á blaðamannafundum slitastjórnar Landsbankans að loknum kröfuhafafundum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×