Ólíklegt að metárið í fyrra verði slegið hvað vöruskiptin varðar 6. júlí 2011 12:26 Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að metárið í fyrra, hvað vöruskiptaafgang varðar, verði jafnað þetta árið. Afgangur af vöruskiptum nam 120 milljörðum kr. árið 2010, jafngildi u.þ.b. 8% af vergri landsframleiðslu (VLF) ársins og hafði þá aldrei verið meiri, hvort sem í krónum er talið eða miðað við hlutfall af VLF. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um nýjar tölur Hagstofunnar um vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þau voru 10,6 milljörðum króna lakari en á sama tímabili á síðasta ári. Afgangurinn á fyrstu fimm mánuðum í ár nam 41,0 milljarði kr. en á sama tíma árið áður voru vöruskiptin hagstæð um 51,6 milljarða kr. á sama gengi Í Morgunkorninu segir að raunar muni útflutningur sjávarafurða væntanlega aukast nokkuð frá og með haustinu í ljósi 10% aukningar á leyfilegum heildarafla þorsks og 30% aukningar á heildarafla karfa á næsta fiskveiðiári, sem tilkynnt var um í gær. Meginhluti þeirrar aukningar mun hins vegar koma fram á næsta almanaksári, en fiskveiðiárið stendur frá septemberbyrjun til ágústloka. „Vandséð er hvaðan önnur aukning á vöruútflutningi á að koma næsta kastið, enda hefur framleiðslugeta stóriðju ekki aukist undanfarin ár og nokkuð í að svo verði, og annar iðnaður hefur takmarkaða burði til mikils vaxtar í bili. Hins vegar bendir flest til þess að aukning innflutnings á milli ára verði áfram álíka mikil og verið hefur það sem af er árinu,“ segir í Morgunkorninu. „Þess má geta að í þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í apríl síðastliðnum var gert ráð fyrir að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd yrði 10,5% af VFL á yfirstandandi ári, sem er sama hlutfall og í fyrra. Í ljósi ofangreindra talna, og með hliðsjón af því að vísbendingar eru um að afgangur af þjónustuviðskiptum verði einnig minni í ár en í fyrra, ekki síst vegna aukinnar ferðagleði landsmanna, teljum við líklegt að afgangurinn verði talsvert minni. Gæti þetta hlutfall að mati okkar numið 8-9% af VLF þetta árið, en minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum mun vitaskuld leiða til samsvarandi samdráttar í innflæði gjaldeyris vegna slíkra viðskipta.“ Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að metárið í fyrra, hvað vöruskiptaafgang varðar, verði jafnað þetta árið. Afgangur af vöruskiptum nam 120 milljörðum kr. árið 2010, jafngildi u.þ.b. 8% af vergri landsframleiðslu (VLF) ársins og hafði þá aldrei verið meiri, hvort sem í krónum er talið eða miðað við hlutfall af VLF. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um nýjar tölur Hagstofunnar um vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þau voru 10,6 milljörðum króna lakari en á sama tímabili á síðasta ári. Afgangurinn á fyrstu fimm mánuðum í ár nam 41,0 milljarði kr. en á sama tíma árið áður voru vöruskiptin hagstæð um 51,6 milljarða kr. á sama gengi Í Morgunkorninu segir að raunar muni útflutningur sjávarafurða væntanlega aukast nokkuð frá og með haustinu í ljósi 10% aukningar á leyfilegum heildarafla þorsks og 30% aukningar á heildarafla karfa á næsta fiskveiðiári, sem tilkynnt var um í gær. Meginhluti þeirrar aukningar mun hins vegar koma fram á næsta almanaksári, en fiskveiðiárið stendur frá septemberbyrjun til ágústloka. „Vandséð er hvaðan önnur aukning á vöruútflutningi á að koma næsta kastið, enda hefur framleiðslugeta stóriðju ekki aukist undanfarin ár og nokkuð í að svo verði, og annar iðnaður hefur takmarkaða burði til mikils vaxtar í bili. Hins vegar bendir flest til þess að aukning innflutnings á milli ára verði áfram álíka mikil og verið hefur það sem af er árinu,“ segir í Morgunkorninu. „Þess má geta að í þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í apríl síðastliðnum var gert ráð fyrir að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd yrði 10,5% af VFL á yfirstandandi ári, sem er sama hlutfall og í fyrra. Í ljósi ofangreindra talna, og með hliðsjón af því að vísbendingar eru um að afgangur af þjónustuviðskiptum verði einnig minni í ár en í fyrra, ekki síst vegna aukinnar ferðagleði landsmanna, teljum við líklegt að afgangurinn verði talsvert minni. Gæti þetta hlutfall að mati okkar numið 8-9% af VLF þetta árið, en minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum mun vitaskuld leiða til samsvarandi samdráttar í innflæði gjaldeyris vegna slíkra viðskipta.“
Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira