Eiga hlut sem er 170 milljóna króna virði Magnús Halldórsson skrifar 23. nóvember 2011 21:34 Hagar eru á leið á markað, en stefnt er að skráningu félagsins innan skamms. Stjórnendur Haga fengu ekki hlut frá Arion banka í Högum upp á ríflega 300 milljónir, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, heldur nemur hluturinn samtals um 170 milljónum. Til viðbótar við þennan 170 milljóna hlut fengu stjórnendurnir hins vegar peningagreiðslu upp á 170 milljónir til viðbótar, og þurfa þeir að standa skil á skatti af heildarvirði þessa samkomulags, virði ríflega 340 milljóna, samkvæmt upplýsingum frá Haraldi Guðna Eiðssyni, hjá samskiptasviði Arion banka. Í árshlutareikningi Haga fyrir tímabilið frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári kemur fram að Eignabjarg ehf. dótturfélag Arion banka, muni endugreiða stjórnendunum skattgreiðslur vegna samkomulagsins ("In addition Eignabjarg ehf. will reimburse KMP [key management personal] all tax payments levied on them due to this agreement"). Haraldur Guðni segir að útfærslan á samkomulaginu hafi verið með fyrrnefndum hætti, þ.e. annars vegar eignarhlutur í fyrirtækinu og hins vegar peningagreiðsla. Skattur sé hins vegar greiddur af samkomulaginu í heild, en stjórnendur sitji þá eftir með fyrrnefndan 170 milljóna hlut í félaginu. Samkvæmt stjórnháttaryfirlýsingu Haga, sem birt hefur verið á vefsíðu Haga, eru stjórnendurnir sem gerðu fyrrnefnt samkomulag við Arion banka, Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga. Finnur á ríflega fjórar milljónir hluta, Guðmundur 2,8 milljónir hluta, Gunnar Ingi 547 þúsund hluti, Kjartan Már ríflega eina milljón hluti, og Lárus 547 þúsund hluti. Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Stjórnendur Haga fengu ekki hlut frá Arion banka í Högum upp á ríflega 300 milljónir, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, heldur nemur hluturinn samtals um 170 milljónum. Til viðbótar við þennan 170 milljóna hlut fengu stjórnendurnir hins vegar peningagreiðslu upp á 170 milljónir til viðbótar, og þurfa þeir að standa skil á skatti af heildarvirði þessa samkomulags, virði ríflega 340 milljóna, samkvæmt upplýsingum frá Haraldi Guðna Eiðssyni, hjá samskiptasviði Arion banka. Í árshlutareikningi Haga fyrir tímabilið frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári kemur fram að Eignabjarg ehf. dótturfélag Arion banka, muni endugreiða stjórnendunum skattgreiðslur vegna samkomulagsins ("In addition Eignabjarg ehf. will reimburse KMP [key management personal] all tax payments levied on them due to this agreement"). Haraldur Guðni segir að útfærslan á samkomulaginu hafi verið með fyrrnefndum hætti, þ.e. annars vegar eignarhlutur í fyrirtækinu og hins vegar peningagreiðsla. Skattur sé hins vegar greiddur af samkomulaginu í heild, en stjórnendur sitji þá eftir með fyrrnefndan 170 milljóna hlut í félaginu. Samkvæmt stjórnháttaryfirlýsingu Haga, sem birt hefur verið á vefsíðu Haga, eru stjórnendurnir sem gerðu fyrrnefnt samkomulag við Arion banka, Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga. Finnur á ríflega fjórar milljónir hluta, Guðmundur 2,8 milljónir hluta, Gunnar Ingi 547 þúsund hluti, Kjartan Már ríflega eina milljón hluti, og Lárus 547 þúsund hluti.
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira