Sigurður: Eigum við ekki að segja að við tökum þá aftur núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2011 16:27 Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson. Mynd/Valli Sigurður Bjarnason, einn þriggja sérfræðinga Vísis á HM í handbolta, segist neita að gefast upp og spáir íslenska liðinu sigri á móti Frökkum í lokaleik milliriðilsins á eftir. „Þetta eru Heims-, Evrópu og Ólympíumeistarar og þeir eru búnir að vinna nánast alla leiki á síðustu stórmótum síðustu ár nema á móti okkur. Eigum við því ekki að segja að við tökum þá aftur núna. Við erum vonandi sú þjóð sem getur unnið Frakkana," segir Sigurður Bjarnason og vísar þar til 32-34 sigurs á Frökkum í leik upp á líf eða dauða á HM í Þýskalandi 2007. „Þetta er sagan en miðað við ástandið á liðinu eins og það er í dag þá er eini möguleikinn að strákarnir berjist eins og ljón og þjappi sér verulega saman. Nú duga engar pælingar hvort menn fari vinstra megin eða hægra megin eða hvort menn ætli að taka Kaíró eða eitthvað annað kerfi. Nú þurfa menn bara að loka augunum og halda áfram," sagði Sigurður. „Þetta er úrslitaleikurinn því það gæti verið að Ungverjar verði búnir að vinna og Þjóðverjarnir verði búnir að vinna Norðmenn. Þá værum við bara næstneðstir í riðlinum ef við töpum. Ég vona menn geri sér grein fyrir því og komi í þennan leik til þess að vinna hann," sagði Sigurður. „Ég blæs á alla þessa umræðu að menn séu að velja sér mótherja. Ég gæti trúað Júggunum til þess en það er eina þjóðin sem ég trúi til þess að gera svona. Það er samt lítill möguleiki á því samt því það á ekki heima í íþróttum að tapa viljandi. Frakkarnir ætla að vinna þennan leik, vinna síðan næstu tvo leiki líka og halda sínum rytma," segir Sigurður. „Við erum í þannig ástandi að ef við byrjum vel þá fáum við trú á þessu því þá kviknar þetta extra í okkur. Ef við lendum fimm mörkum undir þá er það í undirmeðvitundinni að þetta sé alltof erfitt. Þetta fer því rosalega mikið eftir því hvernig við náum að byrja," segir Sigurður. „Það er kannski spurning um að bakka aðeins í vörninni og fara að í gömlu 6:0 vörnina okkar. Við myndum koma þeim kannski svolítið á óvart þannig og við myndum vera þéttari. Við þurfum að vera mjög þéttir á móti þeim og það má ekki vera of langt á milli manna. Svo þarf Björgvin að eiga einhvern stórkostlegan leik í markinu," segir Sigruður. „Ég neita að gefast upp og spái okkur sigri. Ég væri allavegna að fara þarna inn á til þess að vinna. Við vorum í þessum sporum 2003 þegar við vorum upp við vegg og unnum þá Júggana með sjö mörkum í leik um Ólympíusætið. Ég myndi líta á þennan leik sem svoleiðis leik því tap í þessum leik gæti þýtt að við ættum ekki lengur möguleika á að spila um Ólympíusætið. Þetta er bara leikurinn um sætið í forkeppni Ólympíuleikanna," sagði Sigurður að lokum. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Sigurður Bjarnason, einn þriggja sérfræðinga Vísis á HM í handbolta, segist neita að gefast upp og spáir íslenska liðinu sigri á móti Frökkum í lokaleik milliriðilsins á eftir. „Þetta eru Heims-, Evrópu og Ólympíumeistarar og þeir eru búnir að vinna nánast alla leiki á síðustu stórmótum síðustu ár nema á móti okkur. Eigum við því ekki að segja að við tökum þá aftur núna. Við erum vonandi sú þjóð sem getur unnið Frakkana," segir Sigurður Bjarnason og vísar þar til 32-34 sigurs á Frökkum í leik upp á líf eða dauða á HM í Þýskalandi 2007. „Þetta er sagan en miðað við ástandið á liðinu eins og það er í dag þá er eini möguleikinn að strákarnir berjist eins og ljón og þjappi sér verulega saman. Nú duga engar pælingar hvort menn fari vinstra megin eða hægra megin eða hvort menn ætli að taka Kaíró eða eitthvað annað kerfi. Nú þurfa menn bara að loka augunum og halda áfram," sagði Sigurður. „Þetta er úrslitaleikurinn því það gæti verið að Ungverjar verði búnir að vinna og Þjóðverjarnir verði búnir að vinna Norðmenn. Þá værum við bara næstneðstir í riðlinum ef við töpum. Ég vona menn geri sér grein fyrir því og komi í þennan leik til þess að vinna hann," sagði Sigurður. „Ég blæs á alla þessa umræðu að menn séu að velja sér mótherja. Ég gæti trúað Júggunum til þess en það er eina þjóðin sem ég trúi til þess að gera svona. Það er samt lítill möguleiki á því samt því það á ekki heima í íþróttum að tapa viljandi. Frakkarnir ætla að vinna þennan leik, vinna síðan næstu tvo leiki líka og halda sínum rytma," segir Sigurður. „Við erum í þannig ástandi að ef við byrjum vel þá fáum við trú á þessu því þá kviknar þetta extra í okkur. Ef við lendum fimm mörkum undir þá er það í undirmeðvitundinni að þetta sé alltof erfitt. Þetta fer því rosalega mikið eftir því hvernig við náum að byrja," segir Sigurður. „Það er kannski spurning um að bakka aðeins í vörninni og fara að í gömlu 6:0 vörnina okkar. Við myndum koma þeim kannski svolítið á óvart þannig og við myndum vera þéttari. Við þurfum að vera mjög þéttir á móti þeim og það má ekki vera of langt á milli manna. Svo þarf Björgvin að eiga einhvern stórkostlegan leik í markinu," segir Sigruður. „Ég neita að gefast upp og spái okkur sigri. Ég væri allavegna að fara þarna inn á til þess að vinna. Við vorum í þessum sporum 2003 þegar við vorum upp við vegg og unnum þá Júggana með sjö mörkum í leik um Ólympíusætið. Ég myndi líta á þennan leik sem svoleiðis leik því tap í þessum leik gæti þýtt að við ættum ekki lengur möguleika á að spila um Ólympíusætið. Þetta er bara leikurinn um sætið í forkeppni Ólympíuleikanna," sagði Sigurður að lokum.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira