Króatar frábærir þegar þeir nenna Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 28. janúar 2011 07:00 Ísland mætir Króatíu í Malmö í kvöld í leiknum um fimmta sætið á HM. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti en verða að sætta sig við þennan leik, sem skiptir talsverðu máli upp á riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. „Stemningin er náttúrlega ekkert upp á það besta. Það er samt sem áður einn leikur eftir og við erum enn með á HM. Við erum að spila upp á fimmta sætið, sem er í rauninni mjög góður árangur úr þessum sterka milliriðli þó svo að við höfum aðeins unnið fyrir sætinu með árangrinum í sjálfum riðlinum. Það er blendin tilfinning með það," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið í gær. Hann er að spila á sínu þrettánda stórmóti og þekkir því hæðirnar og lægðirnar sem fylgja slíkum mótum. Íslenska liðið virtist ekki höndla mótlætið neitt sérstaklega vel eins og sjá mátti í leiknum gegn Spánverjum er liðið mætti engan veginn tilbúið til leiks. „Við höfum lent í þessu nokkrum sinnum. Ég væri hálfgerður smákrakki ef ég vissi ekki hvað ég væri að fara út í eftir öll þessi stórmót. Auðvitað er samt nokkuð sérstakt hvernig þetta spilaðist. Ég var með smá fiðring í maganum fyrir leik Ungverja og Spánverja og vonaði að þetta sæti væri tryggt áður en við mættum Frökkunum, þó svo að við hefðum ætlað að vinna þá. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að aðrir leikir eru í gangi sem geta hjálpað," sagði Guðjón, sem bendir á að hnjask leikmanna hafi haft áhrif á gengi liðsins. „Það hafa verið smávægileg meiðsl sem þróuðust í annað og meira. Ég vona samt að það verði allir klárir í leikinn gegn Króatíu," sagði Guðjón. Hann býst eðlilega við mjög erfiðum leik enda hafa Króatar haft eitt besta lið heims um árabil þó svo að þeir hafi ekki náð undanúrslitasæti að þessu sinni. „Þeir eru mjög misjafnir. Þegar þeir virkilega nenna þessu og hafa upp á eitthvað að spila eru þeir frábærir. Þeir hafa gagnrýnt sjálfa sig á þessu móti, sem er frekar óvenjulegt. Það segir mér að þeir ætli að gefa allt í leikinn gegn okkur. Þeir eru ekki bara með gott lið heldur er það líka skemmtilegt. Þeir eru með mjög flinka leikmenn. Það gerir líka leikinn skemmtilegan. Þetta er ekki Ástralía heldur eitt besta landslið heims." Eftir þrjá tapleiki í röð mátti heyra á strákunum í gær að þeir eru allir sem einn mjög ákveðnir í því að enda mótið á jákvæðan hátt með sigri. „Það er ekki spurning. Ég er rétt að byrja að spila sjálfur og eins og belja á vorin. Mér finnst þetta æðislegt og líður betur í skrokknum með hverjum leik, sem hefur komið á óvart. Ég er ánægður að vera hérna ennþá," sagði Guðjón, sem er nýbyrjaður að spila eftir tíu mánaða fjarveru. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Ísland mætir Króatíu í Malmö í kvöld í leiknum um fimmta sætið á HM. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti en verða að sætta sig við þennan leik, sem skiptir talsverðu máli upp á riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. „Stemningin er náttúrlega ekkert upp á það besta. Það er samt sem áður einn leikur eftir og við erum enn með á HM. Við erum að spila upp á fimmta sætið, sem er í rauninni mjög góður árangur úr þessum sterka milliriðli þó svo að við höfum aðeins unnið fyrir sætinu með árangrinum í sjálfum riðlinum. Það er blendin tilfinning með það," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið í gær. Hann er að spila á sínu þrettánda stórmóti og þekkir því hæðirnar og lægðirnar sem fylgja slíkum mótum. Íslenska liðið virtist ekki höndla mótlætið neitt sérstaklega vel eins og sjá mátti í leiknum gegn Spánverjum er liðið mætti engan veginn tilbúið til leiks. „Við höfum lent í þessu nokkrum sinnum. Ég væri hálfgerður smákrakki ef ég vissi ekki hvað ég væri að fara út í eftir öll þessi stórmót. Auðvitað er samt nokkuð sérstakt hvernig þetta spilaðist. Ég var með smá fiðring í maganum fyrir leik Ungverja og Spánverja og vonaði að þetta sæti væri tryggt áður en við mættum Frökkunum, þó svo að við hefðum ætlað að vinna þá. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að aðrir leikir eru í gangi sem geta hjálpað," sagði Guðjón, sem bendir á að hnjask leikmanna hafi haft áhrif á gengi liðsins. „Það hafa verið smávægileg meiðsl sem þróuðust í annað og meira. Ég vona samt að það verði allir klárir í leikinn gegn Króatíu," sagði Guðjón. Hann býst eðlilega við mjög erfiðum leik enda hafa Króatar haft eitt besta lið heims um árabil þó svo að þeir hafi ekki náð undanúrslitasæti að þessu sinni. „Þeir eru mjög misjafnir. Þegar þeir virkilega nenna þessu og hafa upp á eitthvað að spila eru þeir frábærir. Þeir hafa gagnrýnt sjálfa sig á þessu móti, sem er frekar óvenjulegt. Það segir mér að þeir ætli að gefa allt í leikinn gegn okkur. Þeir eru ekki bara með gott lið heldur er það líka skemmtilegt. Þeir eru með mjög flinka leikmenn. Það gerir líka leikinn skemmtilegan. Þetta er ekki Ástralía heldur eitt besta landslið heims." Eftir þrjá tapleiki í röð mátti heyra á strákunum í gær að þeir eru allir sem einn mjög ákveðnir í því að enda mótið á jákvæðan hátt með sigri. „Það er ekki spurning. Ég er rétt að byrja að spila sjálfur og eins og belja á vorin. Mér finnst þetta æðislegt og líður betur í skrokknum með hverjum leik, sem hefur komið á óvart. Ég er ánægður að vera hérna ennþá," sagði Guðjón, sem er nýbyrjaður að spila eftir tíu mánaða fjarveru.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira