Handbolti

Guðmundur að missa pólskan landsliðsmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grzegorz Tkaczyk.
Grzegorz Tkaczyk. Mynd/AFP
Pólverjinn Grzegorz Tkaczyk þekkir það orðið vel að spila undir stjórn íslensks þjálfara en það mun breytast núna því kappinn er á heimleið.

Tkaczyk spilar nú undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen en hann er samkvæmt pólskum fjölmiðlum búinn að gera þriggja ára samning við pólska liðið Vive Kielce.



Grzegorz Tkaczyk lék á sínum tíma undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg en hann kom þangað frá pólska liðinu Warszawianka árið 2002. Hann er 30 ára leikstjórnandi sem hefur verið einn af aðalmönnunum á bak við velgengni pólska landsliðsins undanfarin ár.

Tkaczyk hefur spilað með Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2007 en mun nú fara til Bogdan Wenta sem þjálfar einnig pólska landsliðið. Tkaczyk klárar tímabilið með þýska liðinu en fer síðan yfir til Póllands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×