Viðskipti innlent

Árni Pétur kaupir 10-11

Árni Pétur Jónsson
Árni Pétur Jónsson
Arion banki gekk í dag frá sölu á verslunarkeðjunni Tíu-ellefu til félags í eigu Árna Péturs Jónssonar.

Verslunarkeðjan var áður hluti af Hagasamstæðunni en var tekin út úr félaginu í september á síðasta ári.

Tuttugu og þrjár verslanir eru reknar undir nafni 10-11 víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, í Reykjanesbæ og á Akureyri en þar starfa um tvö hundruð manns.

Söluverð fæst ekki uppgefið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×