DHC Rheinland á barmi gjaldþrots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2011 15:08 Kai Wandschneider, þjálfari Rheinland. Nordic Photos / Bongarts Þýska úrvalsdeildarfélagið DHC Rheinland stendur fyrir því að félagið verði á allra næstu dögum úrskurðað gjaldþrota. Þetta staðfesti framkvæmdarstjóri félagsins, Heinz Lieven, í samtali við þýska fjölmiðla í dag. Landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson er á mála hjá DHC Rheinland og er óvíst hvað tekur við hjá honum. Málið verður tekið fyrir í dómstólum á morgun en öllum starfsmönnum, þjálfurum og leikmönnum hefur verið sagt upp störfum frá og með 15. mars næstkomandi. En eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum er líklegt að liðið muni spila tvo leiki til viðbótar og svo verði félagið endanlega hætt störfum. Rheinland á að mæta á miðvikudaginn liði Füchse Berlin á útivelli og hefur síðarnefnda liðið boðist til að standa undir ferðakostnaði liðsins og leigja til að mynda rútu til að koma liðinu á leikstað. Rheinland á svo leik gegn Melsungen á sunnudaginn og er líklegt að það verði síðasti leikur liðsins í þýsku úrvalsdeildinni - ekki nema að félaginu verði bjargað á síðustu stundu. Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar segja að þetta komi þeim í opna skjöldu þar sem að forráðamenn félagsins hafi hingað til staðið í skilum að öllu leyti. Sjúkratryggingar, laun og svo framvegis - allt hafi verið greitt á réttum tíma. Um leið og félagið verður úrskurðað gjaldþrota mun liðið falla úr þýsku úrvalsdeildinni. Það eina sem myndi bjarga félaginu væri ef fjársterkur stuðningsaðili kæmi inn í félagið en forráðamenn þess eru ekki vongóðir á að það takist á næstu dögum. Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Þýska úrvalsdeildarfélagið DHC Rheinland stendur fyrir því að félagið verði á allra næstu dögum úrskurðað gjaldþrota. Þetta staðfesti framkvæmdarstjóri félagsins, Heinz Lieven, í samtali við þýska fjölmiðla í dag. Landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson er á mála hjá DHC Rheinland og er óvíst hvað tekur við hjá honum. Málið verður tekið fyrir í dómstólum á morgun en öllum starfsmönnum, þjálfurum og leikmönnum hefur verið sagt upp störfum frá og með 15. mars næstkomandi. En eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum er líklegt að liðið muni spila tvo leiki til viðbótar og svo verði félagið endanlega hætt störfum. Rheinland á að mæta á miðvikudaginn liði Füchse Berlin á útivelli og hefur síðarnefnda liðið boðist til að standa undir ferðakostnaði liðsins og leigja til að mynda rútu til að koma liðinu á leikstað. Rheinland á svo leik gegn Melsungen á sunnudaginn og er líklegt að það verði síðasti leikur liðsins í þýsku úrvalsdeildinni - ekki nema að félaginu verði bjargað á síðustu stundu. Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar segja að þetta komi þeim í opna skjöldu þar sem að forráðamenn félagsins hafi hingað til staðið í skilum að öllu leyti. Sjúkratryggingar, laun og svo framvegis - allt hafi verið greitt á réttum tíma. Um leið og félagið verður úrskurðað gjaldþrota mun liðið falla úr þýsku úrvalsdeildinni. Það eina sem myndi bjarga félaginu væri ef fjársterkur stuðningsaðili kæmi inn í félagið en forráðamenn þess eru ekki vongóðir á að það takist á næstu dögum.
Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira