Hans Lindberg: „Ég get ekki talað við þig á íslensku" Smári Jökull Jónsson í Malmö skrifar 17. janúar 2011 06:00 Hans Lindberg, leikmaður danska landsliðsins. Nordic Photos/Getty Images „Ég get ekki talað við þig á íslensku," sagði Hans Lindberg, leikmaður danska landsliðsins, á ágætri íslensku þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir níu marka sigur Dana gegn Rúmenum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í gærkvöldi. Eins og margir vita er Hans af íslenskum ættum en hefur þó ávallt spilað fyrir danska landsliðið í handknattleik. Hann var nokkuð ánægður með leik danska liðsins í gær. „Við spiluðum ágætlega. Að skora 39 mörk er gott en við gerðum nokkuð af mistökum og við þurfum að spila betur gegn Serbíu. Vörnin var nokkuð góð hjá okkur og þannig séð leikurinn í heild sinni, en við þurfum að bæta leik okkur þegar við mætum Serbíu," en sá leikur fer fram í kvöld í Malmö. Eins og áður segir unnu Danir níu marka sigur, 39-30, en í hálfleik munaði aðeins einu marki á liðunum. Rúmenar höfðu einnig náð að stríða Króötum þegar þjóðirnar mættust á föstudag en sprungu svo á limminu í síðari hálfleik. Það sama var uppi á teningunum í kvöld. „Ég veit ekki hvað þjálfarinn sagði við okkur í hálfleik því ég var að hita upp fyrir seinni hálfleikinn. Við vissum að það yrði erfitt að brjóta Rúmenana niður, endaði munaði aðeins einu marki eftir fyrri hálfleikinn. Við spiluðum hins vegar vel í seinni hálfleiknum og það var nóg", bætti Lindberg við en hann skoraði fimm af mörkum Dana í leiknum, þrátt fyrir að leika einungis síðari hálfleik. „Ég held að við höfum notað alla okkar 15 leikmenn í dag. Það er einn af okkar styrkleikum og við reynum að nýta okkur það að við erum með breiðan hóp af góðum leikmönnum. Við reynum að spila hratt, taka hraða miðju eftir að þeir skora og reynum að láta andstæðingana hlaupa." „Leikurinn gegn Serbum verður mjög erfiður og þar verður líklega spilað um stig sem maður tekur með sér í milliriðilinn. Það verður erfitt og leikir þessara þjóða eru alltaf jafnir," sagði Lindberg. Blaðamaður Vísis var forvitinn að heyra hvaða lið Lindberg þættu líklegust til að berjast um verðlaunin á mótinu. Íslendingar voru ofarlega á blaði hjá honum. „Það er erfitt að segja núna hverjir eiga eftir að slást um verðlaun. Íslendingar eru alltaf líklegir til að komast langt á svona mótum, þeir eru með sterkt lið. Frakkar eiga einnig eftir að fara langt og þó svo að Króatar hafi ekki byrjað sannfærandi þá kemur það ekki á óvart, þeir gera það yfirleitt en gera samt það sem þarf til að vinna sína leiki. Pólverjar eru einnig með gott lið ásamt fleiri þjóðum," sagði Hans. „Svíar fá gríðarlega mikinn stuðning og það gæti hjálpað þeim og fleytt þeim langt. Við fáum einnig marga Dani á leiki okkar hér í Malmö og þetta er í raun eins og að spila í Danmörku," sagði Hans Lindberg að lokum í samtali við Vísi. Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
„Ég get ekki talað við þig á íslensku," sagði Hans Lindberg, leikmaður danska landsliðsins, á ágætri íslensku þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir níu marka sigur Dana gegn Rúmenum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í gærkvöldi. Eins og margir vita er Hans af íslenskum ættum en hefur þó ávallt spilað fyrir danska landsliðið í handknattleik. Hann var nokkuð ánægður með leik danska liðsins í gær. „Við spiluðum ágætlega. Að skora 39 mörk er gott en við gerðum nokkuð af mistökum og við þurfum að spila betur gegn Serbíu. Vörnin var nokkuð góð hjá okkur og þannig séð leikurinn í heild sinni, en við þurfum að bæta leik okkur þegar við mætum Serbíu," en sá leikur fer fram í kvöld í Malmö. Eins og áður segir unnu Danir níu marka sigur, 39-30, en í hálfleik munaði aðeins einu marki á liðunum. Rúmenar höfðu einnig náð að stríða Króötum þegar þjóðirnar mættust á föstudag en sprungu svo á limminu í síðari hálfleik. Það sama var uppi á teningunum í kvöld. „Ég veit ekki hvað þjálfarinn sagði við okkur í hálfleik því ég var að hita upp fyrir seinni hálfleikinn. Við vissum að það yrði erfitt að brjóta Rúmenana niður, endaði munaði aðeins einu marki eftir fyrri hálfleikinn. Við spiluðum hins vegar vel í seinni hálfleiknum og það var nóg", bætti Lindberg við en hann skoraði fimm af mörkum Dana í leiknum, þrátt fyrir að leika einungis síðari hálfleik. „Ég held að við höfum notað alla okkar 15 leikmenn í dag. Það er einn af okkar styrkleikum og við reynum að nýta okkur það að við erum með breiðan hóp af góðum leikmönnum. Við reynum að spila hratt, taka hraða miðju eftir að þeir skora og reynum að láta andstæðingana hlaupa." „Leikurinn gegn Serbum verður mjög erfiður og þar verður líklega spilað um stig sem maður tekur með sér í milliriðilinn. Það verður erfitt og leikir þessara þjóða eru alltaf jafnir," sagði Lindberg. Blaðamaður Vísis var forvitinn að heyra hvaða lið Lindberg þættu líklegust til að berjast um verðlaunin á mótinu. Íslendingar voru ofarlega á blaði hjá honum. „Það er erfitt að segja núna hverjir eiga eftir að slást um verðlaun. Íslendingar eru alltaf líklegir til að komast langt á svona mótum, þeir eru með sterkt lið. Frakkar eiga einnig eftir að fara langt og þó svo að Króatar hafi ekki byrjað sannfærandi þá kemur það ekki á óvart, þeir gera það yfirleitt en gera samt það sem þarf til að vinna sína leiki. Pólverjar eru einnig með gott lið ásamt fleiri þjóðum," sagði Hans. „Svíar fá gríðarlega mikinn stuðning og það gæti hjálpað þeim og fleytt þeim langt. Við fáum einnig marga Dani á leiki okkar hér í Malmö og þetta er í raun eins og að spila í Danmörku," sagði Hans Lindberg að lokum í samtali við Vísi.
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira