Umfjöllun: Keflavík enn á lífi eftir sigur í framlengdum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2011 21:27 Það var svakaleg barátta í KR-höllinni í kvöld. Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg og það sást í upphafi enda mættu þeir mun grimmari til leiks. Tóku frumkvæðið og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-27. KR-ingar komu til baka í öðrum leikhluta, náðu að jafna en Keflvíkingar bitu þá í skjaldarrendur og tóku aftur fram úr. Staðan í hálfleik, 49-53. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Ciric allir öflugir hjá Keflavík. KR-ingar óvenju daufir en Finnur Atli Magnússon sprækastur þeirra og Hreggviður Magnússon kom einnig með fimm stig. Eins og svo oft áður í vetur komu KR-ingar til baka í þriðja leikhluta. Hreggviður Magnússon leiddi endurkomu Vesturbæinga en gjörsamlega allt fór niður hjá honum. Hreggviður hitti úr sex fyrstu skotum sínum og þar af voru þrír þristar. KR komst yfir, 67-63, og þá tók Keflavík leikhlé. Það skilaði sínu hjá Guðjóni Skúlasyni þjálfara því Keflavík komst yfir. Það reyndist skammgóður vermir því Hreggviður setti niður enn einn þristinn. Ótrúleg frammistaða hjá honum. Baráttan í fjórða leikhluta var gríðarleg. Keflvíkingar neituðu að gefast upp og leikurinn var algjörlega í járnum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Lokakaflinn var með ólíkindum spennandi. Liðin skiptust á að leiða og þegar rúm mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn. Keflavík náði svo fimm stiga forskoti, 96-101 þegar 50 sekúndur voru eftir. Hreggviður snöggkólnaði þá óvænt og klúðraði tveimur þriggja stiga skotum í röð. Keflvíkingar fóru á vítalínuna þar sem þeir voru heitir. KR saxaði samt á forskotið. Þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir setti Brynjar Þór Björnsson niður ótrúlegan þrist af löngu færi. Fáranlega flott karfa. Keflavík fékk eitt lokatækifæri. Þeir köstuðu langri sendingu inn á Sigurð Þorsteinsson. Hann var í úrvalsfæri en boltinn dansaði á hringnum en ekki vildi boltinn ofan í. 106-106 og framlengt. Ótrúlegur lokakafli. Keflvíkingar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fimm fyrstu stigin. KR kom til baka eins og áður. Þá var komið að Magnúsi Gunnarssyni að setja niður þrist. 109-117 og tvær og hálf mínúta eftir. Magnús var ekki hættur og kom Keflavík í tíu stiga forskot, 112-122 þegar tvær mínútur voru eftir. Þetta bil náði KR aldrei að brúa og magnaðir Keflvíkingar eru því enn á lífi. Ciric var stórkostlegur í liði Keflavíkur með 42 stig. Sigurður Þorsteinsson, Sanders og Magnús einnig afar sterkir. Hjá KR voru Hreggviður, Brynjar Björn og Walker bestir. Pavel einnig góður með þrefalda tvennu.KR-Keflavík 135-139 (21-27, 28-26, 30-20, 27-33, 29-33) KR: Marcus Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst Angantýsson 2. Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira