Viðskipti innlent

Dregið úr fyrirhuguðu flugi til Kanada

Greint er frá niðurskurði á fyrirhuguðu flugi Icelandair til Kanada í TravelWeek, víðlesnasta fagtímariti ferðaiðnaðarins þar í landi, í gær.

Fram kemur að Icelandair hafi ætlað að lengja tímabil og fjölga ferðum til Toronto en til að uppfylla skilyrði loftferðasamnings Íslands og Kanada hafi í staðinn þurft að draga úr flugi.

Frá 13. apríl verður flogið fjórum sinnum í viku í stað daglega og ferðir felldar niður í nóvember og desember.- óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×