Viðskipti innlent

FME: William Demant ekki skylt að yfirtaka Össur hf.

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að danska félagið William Demant Invest A/S sé ekki skylt að yfirtaka Össur hf. þrátt fyrir að eignarhlutur félagsins í Össuri sé kominn í 39,58%.

Fjallað er um málið á vefsíðu FME en yfirlýsing eftirlitsins er vegna kaupa William Demant Invest A/S föstudaginn 11. febrúar 2011 á 2,4% hlut í Össuri hf.

„Í lögum... um verðbréfaviðskipti er fjallað um þær aðstæður þegar eigandi hlutafjár átti meira en 30% atkvæðisrétt í félagi sem hefur fjármálagerninga tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði fyrir 1. apríl 2009. Í athugasemdum við ákvæðið kemur fram að þeir sem væru yfir tilboðsskyldumörkum yrðu læstir við þau mörk sem þeir voru í 1. apríl 2009," segir á vefsíðunni.

„Umræddur aðili átti 39,88% hlut í Össuri hf. þann 1. apríl 2009. Með kaupunum á föstudaginn sl. fór eignarhlutur sjóðsins í 39,58% og er hann því innan þeirra marka sem félagið er læst við. Af þeirri ástæðu er félagið ekki yfirtökuskylt skv. lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti."




Tengdar fréttir

Vafamál um kaup á hlutabréfum í Össuri

„Ef það kemur upp vafamál þessu líku þá er það hlutverk okkar að komast til botns í því eða eyða vafanum,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×