Viðskipti innlent

Verðum að hætta svartagallsrausinu

Samvinna á sviði rannsókna og mennta í atvinnulífinu getur leyst mikil verðmæti úr læðingi, að sögn formanns Viðskiptaráðs. Fréttablaðið/Stefán
Samvinna á sviði rannsókna og mennta í atvinnulífinu getur leyst mikil verðmæti úr læðingi, að sögn formanns Viðskiptaráðs. Fréttablaðið/Stefán
„Við verðum rífa okkur upp úr þunglyndinu og svartagallsrausinu og halda til haga þeim ótrúlega árangri sem hér hefur náðst frá hruni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ráðherra. Hún hélt ræðu á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í gær.

Jóhanna lagði áherslu á bætta stöðu efnahagslífsins og mikilvægi þess að þjóðin sameinaðist um framtíðarsýn. Hún benti á að verulega hefði grynnkað á skuldum þjóðarbúsins og halli farið úr 216 milljörðum króna árið 2008 í 36 milljarða í fyrra. Þá væri góður afgangur af utanríkisverslun og myndi sterkari gjaldeyrisforði auðvelda afnám gjaldeyrishafta þótt það yrði ekki gert á einum degi.

Fleiri voru á svipuðum nótum. Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, lagði áherslu á mikilvægi samnýtingar þekkingar og hugvits. Þá sagði Perla Björk Egilsdóttir frá Saga Medica að fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum sæju hag í því að vinna saman. „Þótt fyrirtækin séu mörg og ólík eru sameiginlegir hagsmunir. Það skilar sér í hagkvæmni og sparnaði og getur skapað tekjur.“- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×