Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum 10. mars 2011 08:50 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira