Viðskipti innlent

FME samþykkir samruna Byrs og Íslandsbanka

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt samþykki sitt fyrir samruna Byrs og Íslandsbanka með fyrirvara um að samrunaferlið verði í samræmi við lög um hlutafélög. 

Samruninn var samþykktur af hálfu stjórnar Íslandsbanka og á hluthafafundi Byrs í lok síðasta mánaðar og tók gildi frá og með 29. nóvember.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins og þar segir m.a. að frestur til að gera athugasemdir við yfirfærslu innlánsreikninga skal vera 30 dagar frá birtingu auglýsingar um slíkt í Lögbirtingablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×